Mamma, gefðu boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2014 06:00 Mæðgurnar saman. Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir eftir leik sem þær spiluðu saman í Lengjubikarnum. Mynd/Aðsend Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira