Trump vildi koma óorði á samningamennina Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 09:53 Donald Trump ásamt öðrum eldheitum andstæðingi íranska kjarnorkusamningsins, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/AFP Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn. Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn.
Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
„Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent