Erlent

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í síðasta mánuði.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í síðasta mánuði. vísir/getty

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til að standa ekki við hótanir sínar um að rifta kjarnorkusamningnum við Írani, en Trump hefur margsinnis viðrað þá hugmynd. Guterres segir að gerist það, skapist raunveruleg hætta á stríði.

Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega í langan tíma en hann gengur út á að Íranir draga úr kjarnorkuþróun sinni og viðskiptabanni á þá er aflétt í staðinn. Trump hefur fram til 12. maí næstkomandi til að ákveða hvort hann standi við hótanir sínar eða fari að ráðleggingum alþjóðasamfélagsins en nær öll helstu ríki heims leggjast gegn slíkum hugmyndum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.