Erlent

Mesti engi­sprettu­far­aldurinn í Kenía í sjö­tíu ár

Atli Ísleifsson skrifar
Erlendir fjölmiðlar segja að í Eþíópíu hafi um 430 ferkílómetrar af akri eyðilagst vegna innrásar engisprettanna.
Erlendir fjölmiðlar segja að í Eþíópíu hafi um 430 ferkílómetrar af akri eyðilagst vegna innrásar engisprettanna. epa

Fjölmörg ríki Afríku hafa þurft að glíma mikla eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar.

„Þetta er versta innrás engispretta sem við höfum séð í Eþíópíu og Sómalíu í 25 ár og sá versti í Kenía í heil sjötíu ár,“ segir Rosanne Marchesich frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Erlendir fjölmiðlar segja að í Eþíópíu hafi um 430 ferkílómetrar af akri eyðilagst vegna innrásar engisprettanna.

„Þegar innrásin nær til annarra hluta landsins, munu fleiri svæði eyðileggjast og við reiknum með að þetta muni hafi hafa mikil áhrif á aðgengi að matvælum og möguleika fólks í landbúnaði að vinna fyrir sér,“ segir Marchesich.

Notast hefur verið við flugvélar við að dreifa eiturefnum til að hefta framrás engisprettanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.