Erlent

Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum

Tveir hafa látið lífið í árásum í Lundúnum síðastliðinn sólarhring. Rúmlega tvítug ólétt kona var skotin til bana og fjórtán ára piltur lét lífið eftir hnífsstungu.

Pilturinn var stunginn til bana í nótt í átökum milli hópa unglinga. Félagi piltsins er lífshættulega særður. Lögreglumenn fundu piltana eftir að hafa verið kallaðir Crownfield Road í Leytonstone í austurhluta London í nótt. Þrettán ára gamall piltur og nítján karlmaður voru síðar handteknir í tengslum við verknaðinn og eru þeir í haldi lögreglu.

Pilturinn var skammt frá heimili sínu þegar hann lést en hann er sá sjötti á einum aðeins mánuði sem lætur lífið í árás í Lundúnum þar sem hnífur er notaður. Lögreglan segir mikinn óróa hafa verið meðal unglinga í hverfinu upp á síðkastið og telur að upp úr hafi soðið í nótt

Lögreglan fann í gær Krystal Hart, 22 ára þungaða konu, liggjandi í blóði sínu fyrir utan íbúð sína eftir að hafa verið skotin. Lögreglan telur að rekja megi morðið til heiftarlegrar deilu um bílastæði milli konunnar og nágranna hennar. Stjúpfaðir konunnar hafði komið fyrir myndavélum við íbúð hennar vegna deilunnar. Vonast er til að myndir úr þeim geti varpað ljósi á hver morðinginn sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×