Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 16:31 Frá kjörfundi í Dubuque í Iowa. Miklar tafir hafa orðið á úrslitum vegna tæknilegra vandamála. AP/Nicki Kohl/Telegraph Herald Úrslit frá kjörfundum í forvali Demókrataflokksins í Iowa í Bandaríkjunum eru full af misræmi og mistökum samkvæmt greiningu sérfræðinga New York Times. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. Margra daga tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals demókrata í Iowa vegna misræmis sem kom upp í tilkynningu um tölur frá kjörfundum á mánudagskvöld. Vandamálum með snjallforrit sem var notað til að halda utan um úrslitin hefur verið kennt um vandræðaganginn. New York Times segir nú innra samræmi hafi skort í úrslit frá fleiri en hundrað kjörfundum. Þá vantaði í sumum tilfellum gögn og í öðrum voru úrslitin ekki möguleg samkvæmt flóknum reglum forvalsins í Iowa. Einnig eru sögð dæmi um að atkvæðatölur stemmi ekki og að frambjóðendum hafi verið úthlutuðum röngu hlutfalli kjörmanna. Sérfræðingarnir segja að hluti misræmisins sé að líkindum saklaust og að ekkert bendi til þess að viljandi hafi verið átt við úrslitin. Hvorki Bernie Sanders né Pete Buttigieg, frambjóðendurnir sem hlutu mestan stuðning í forvalinu, hafi notið sérstaklega góðs af misræminu og mögulega séu áhrif þess lítil á endanleg úrslit. Afar litlu munar á fylgi Sanders og Buttigieg í Iowa þegar 97% kjörfunda hafa skilað úrslitum og dregið hefur saman á milli þeirra frá því þegar fyrstu tölur voru kynntar. Klúðrið gæti þó tafið enn að endanleg úrslit liggi fyrir og valdið því að efasemdir ríki um hvern þann sem verður á endanum lýstur sigurvegari forvalsins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Úrslit frá kjörfundum í forvali Demókrataflokksins í Iowa í Bandaríkjunum eru full af misræmi og mistökum samkvæmt greiningu sérfræðinga New York Times. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. Margra daga tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals demókrata í Iowa vegna misræmis sem kom upp í tilkynningu um tölur frá kjörfundum á mánudagskvöld. Vandamálum með snjallforrit sem var notað til að halda utan um úrslitin hefur verið kennt um vandræðaganginn. New York Times segir nú innra samræmi hafi skort í úrslit frá fleiri en hundrað kjörfundum. Þá vantaði í sumum tilfellum gögn og í öðrum voru úrslitin ekki möguleg samkvæmt flóknum reglum forvalsins í Iowa. Einnig eru sögð dæmi um að atkvæðatölur stemmi ekki og að frambjóðendum hafi verið úthlutuðum röngu hlutfalli kjörmanna. Sérfræðingarnir segja að hluti misræmisins sé að líkindum saklaust og að ekkert bendi til þess að viljandi hafi verið átt við úrslitin. Hvorki Bernie Sanders né Pete Buttigieg, frambjóðendurnir sem hlutu mestan stuðning í forvalinu, hafi notið sérstaklega góðs af misræminu og mögulega séu áhrif þess lítil á endanleg úrslit. Afar litlu munar á fylgi Sanders og Buttigieg í Iowa þegar 97% kjörfunda hafa skilað úrslitum og dregið hefur saman á milli þeirra frá því þegar fyrstu tölur voru kynntar. Klúðrið gæti þó tafið enn að endanleg úrslit liggi fyrir og valdið því að efasemdir ríki um hvern þann sem verður á endanum lýstur sigurvegari forvalsins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00
Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20