Íslenski boltinn

Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrra.
Valskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrra. vísir/daníel

Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna í fótbolta í Val, þjálfarar og starfsfólk hefur tekið á sig launalækkun út þetta ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Á síðustu dögum hafa félög greint frá því að laun leikmanna og þjálfara verði lækkuð í þessu árferði og Valur hefur nú bæst í þann hóp.

Í yfirlýsingu frá Val kemur fram að leikmenn, þjálfarar og starfsfólk hafi tekið á sig launalækkun að eigin frumkvæði.

„Leikmenn okkar, þjálfarar og starfsmenn vita hver staðan er, þetta er þeirra vinna og þeir hafa sett sig vel inní málin og eru meðvitaðir um ástandið hjá íþróttaheiminum nú um stundir. Þeir hafa því boðist til að skerða laun sín ef það verður til þess að hjálpa félaginu sínu að komast í gegnum þetta,“ segir E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í yfirlýsingunni sem má sjá hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.