Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 13:41 Vilhjálmur Birgisson kveður varaforsetaembættið hjá ASÍ. visir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ. Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ.
Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39
Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent