Enski boltinn

Fimmtíu bestu leikmennirnir sem Man. Utd. tókst ekki að kaupa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United á að hafa reynt að fá Ronaldo, Ronaldinho og Zinedine Zidane en án árangurs.
Manchester United á að hafa reynt að fá Ronaldo, Ronaldinho og Zinedine Zidane en án árangurs. vísir/getty

Ronaldo, Ronaldinho, Alan Shearer, Paul Gascoigne og Antoine Griezmann eru meðal fjölmargra leikmanna sem Manchester United tókst ekki að kaupa.

Sky Sports tók saman lista yfir 50 bestu leikmennina sem United náði ekki að landa þrátt fyrir mikinn áhuga.

Hin ýmsu nöfn má finna á listanum. Margir leikmannanna eru enn að spila en svo eru þar einnig gamlar hetjur eins og John Barnes, Trevor Francis, Peter Beardsley, Stuart Pearce, Gary Lineker, Terry Butcher og Neville Southall.

Að auki eru nokkur óvænt nöfn á lista Sky Sports. Má þar nefna Patrick Viera, John Terry og Raheem Sterling.

Umfjöllun Sky Sports má lesa með því að smella hér.

Sir Alex Ferguson náði ekki að kaupa Alan Shearer og Paul Gascoigne. Paul Ince kom hins vegar til United.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×