Erlent

Opnuðu nýtt sjúkra­hús í Mílanó

Atli Ísleifsson skrifar
Á nýja spítalanum eru tvö hundruð gjörgæslupláss og er vonast til að það létti á álaginu á sjúkrahúsin á svæðinu.
Á nýja spítalanum eru tvö hundruð gjörgæslupláss og er vonast til að það létti á álaginu á sjúkrahúsin á svæðinu. Getty

Nýtt sjúkrahús var opnað í Mílanó á Ítalíu í gær. Á nýja spítalanum eru tvö hundruð gjörgæslupláss og er vonast til að það létti á álaginu á sjúkrahúsin á svæðinu.

Alls komu 500 verkamenn að byggingu spítalans og tók byggingin ekki nema tíu daga.

Verkið kostaði rúmar 20 milljónir evra, rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna á gengi dagsins.

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, gaf um helminginn af því fjármagni sem þurfti. Hann er frá Langbarðalandi, því svæði sem hefur komið verst út úr faraldrinum á Ítalíu..

Staðfest smit á Ítalíu eru nú um 105 þúsund og eru skráð dauðsföll sem rakin eru til veirunnar og Covid-19 nú 12.428 talsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.