Erlent

Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot

Andri Eysteinsson skrifar
Starfsemi Virgin Australia stöðvaðist vegna faraldursins.
Starfsemi Virgin Australia stöðvaðist vegna faraldursins. EPA/James Ross

Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. BBC greinir frá.

Bann við ferðalögum hefur haft mikil áhrif á starfsemi flugfélagsins en félagið átti þegar í erfiðleikum vegna skulda.

Ekki tókst að tryggja lán frá áströlsku ríkisstjórninni og var ákvörðunin því tekin. „Ákvörðun okkar í dag er ætlað að tryggja framtíð Virgin Australia Group. Ástralía þarf á öðru flugfélagi að halda og við erum örugg um að við munum hefja okkur til flugs að nýju, sagði Paul Scurrah forstjóri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×