Sex and the City-leikkonan Cynthia Nixon líkleg til ríkisstjóraframboðs Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 13:30 Cynthia Nixon er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sex and the City en New York-borg var söguðsvið þáttanna. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, er talin líkleg til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis á næsta ári. Nixon var gestur The Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í gær en aðspurð vildi hún ekki svara því hvort hún hygði á framboð gegn sitjandi ríkisstjóra, Andrew Cuomo, í næstu kosningum. Nixon sagðist þó hafa heyrt „orðróm“ um framboð sitt. „Ég held að mörgum finnist ég eiga að bjóða mig fram, og ég held að margar ástæður búi þar að baki,“ sagði Nixon í þættinum. „En ég held að ástæða númer eitt sé menntun. Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-ríki.“ Þá gagnrýndi Nixon sitjandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, fyrir aðgerðir sínar í menntamálum og sagði bilið á milli hinna ríku og fátæku aldrei hafa verið stærra. Hún sagðist einnig eiga þrjú börn sem hefðu gengið í ríkisskóla í New York.Cynthia Nixon talaði sig í kringum orðróma um ríkisstjóraframboð sitt í The Today Show í gær.Vísir/GettyHefur verið virk í stjórnmálasenunni Nixon hefur látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og var opinber stuðningsmaður borgarstjórans, Bill de Blasio. Hún var fyrst nefnd sem vænlegur frambjóðandi til embættis ríkisstjóra í síðustu viku. Cynthia Nixon er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem lögfræðingurinn skeleggi, Miranda Hobbes, í þáttunum, og síðar kvikmyndunum, Sex and the City. Hún býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í New York-borg og hefur lengi barist fyrir bættri menntun skólabarna, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Bandaríska leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, er talin líkleg til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins til ríkisstjóra New York-fylkis á næsta ári. Nixon var gestur The Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC í gær en aðspurð vildi hún ekki svara því hvort hún hygði á framboð gegn sitjandi ríkisstjóra, Andrew Cuomo, í næstu kosningum. Nixon sagðist þó hafa heyrt „orðróm“ um framboð sitt. „Ég held að mörgum finnist ég eiga að bjóða mig fram, og ég held að margar ástæður búi þar að baki,“ sagði Nixon í þættinum. „En ég held að ástæða númer eitt sé menntun. Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-ríki.“ Þá gagnrýndi Nixon sitjandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, fyrir aðgerðir sínar í menntamálum og sagði bilið á milli hinna ríku og fátæku aldrei hafa verið stærra. Hún sagðist einnig eiga þrjú börn sem hefðu gengið í ríkisskóla í New York.Cynthia Nixon talaði sig í kringum orðróma um ríkisstjóraframboð sitt í The Today Show í gær.Vísir/GettyHefur verið virk í stjórnmálasenunni Nixon hefur látið til sín taka í stjórnmálasenu New York-borgar og var opinber stuðningsmaður borgarstjórans, Bill de Blasio. Hún var fyrst nefnd sem vænlegur frambjóðandi til embættis ríkisstjóra í síðustu viku. Cynthia Nixon er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem lögfræðingurinn skeleggi, Miranda Hobbes, í þáttunum, og síðar kvikmyndunum, Sex and the City. Hún býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í New York-borg og hefur lengi barist fyrir bættri menntun skólabarna, jafnrétti til hjónabands og auknu fjármagni til brjóstakrabbameinsrannsókna.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira