Ég vildi bara skjóta Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. maí 2016 06:00 Kenan Turudija spilaði vel á miðjunni og skoraði sigurmarkið gegn Breiðabliki með frábæru skoti í slána og inn. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
„Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira