Sveitarfélögin boða mikilvægar veiruaðgerðir fyrir fasteignaeigendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2020 12:30 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Vísir/vilhelm Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu leggja fram tillögu í bæjarráðum nú í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis til að milda höggið á efnahagslífið af völdum kórónuveirunnar. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir um að ræða afar mikilvægar aðgerðir fyrir fasteignaeigendur. Umrædd sveitarfélög eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Tillagan, sem þegar hefur verið samþykkt í Garðabæ, gerir meðal annars ráð fyrir að gjalddögum ársins verði fjölgað eða frestað á árinu til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs. Um er að ræða aðgerðir til að bregðast við þeim áhrifum sem kórónuveiran hefur haft á efnahagslífið en Reykjavíkurborg tilkynnti margþættan aðgerðapakka sinn á fimmtudag í síðustu viku. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir tillögu sveitarfélaganna nú ganga lengra að nokkru leyti. „Og láta þetta líka ná yfir fasteignagjöldin, það er að segja þjónustugjöldin eins og vatnsveitu, holræsa- og sorphirðugjöld, að því leytinu gengur þetta lengra og einnig erum við að opna á þessa frestun sem eigendur atvinnuhúsnæðis geta sótt um fram á næsta ár og erum að setja okkur sameiginleg viðmið þar, að fyrirtækin þurfa að geta sýnt fram á að minnsta kosti 25 prósent tekjufall á milli sömu mánaða 2019 og 2020.“ Rósa segir að tillagan ætti að vera mikilvæg fyrir fasteignaeigendur. „Við vildum bara taka af skarið og móta okkur sameiginlegar reglur og viðmið, því þetta er það sem sérstaklega eigendur atvinnuhúsnæðis eru að bíða eftir að fá skýr svör um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Rússar vakna við vondan draum Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. 31. mars 2020 11:18 Lokað og ekki einu sinni til Kúlu-súkk í Bónus Ég sit við eldhúsborðið með stóran tölvuskjá sem tekur hálft borðið. Ég er að vinna heima og hef gert undanfarna daga. 31. mars 2020 08:00 Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu leggja fram tillögu í bæjarráðum nú í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis til að milda höggið á efnahagslífið af völdum kórónuveirunnar. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir um að ræða afar mikilvægar aðgerðir fyrir fasteignaeigendur. Umrædd sveitarfélög eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Tillagan, sem þegar hefur verið samþykkt í Garðabæ, gerir meðal annars ráð fyrir að gjalddögum ársins verði fjölgað eða frestað á árinu til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs. Um er að ræða aðgerðir til að bregðast við þeim áhrifum sem kórónuveiran hefur haft á efnahagslífið en Reykjavíkurborg tilkynnti margþættan aðgerðapakka sinn á fimmtudag í síðustu viku. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir tillögu sveitarfélaganna nú ganga lengra að nokkru leyti. „Og láta þetta líka ná yfir fasteignagjöldin, það er að segja þjónustugjöldin eins og vatnsveitu, holræsa- og sorphirðugjöld, að því leytinu gengur þetta lengra og einnig erum við að opna á þessa frestun sem eigendur atvinnuhúsnæðis geta sótt um fram á næsta ár og erum að setja okkur sameiginleg viðmið þar, að fyrirtækin þurfa að geta sýnt fram á að minnsta kosti 25 prósent tekjufall á milli sömu mánaða 2019 og 2020.“ Rósa segir að tillagan ætti að vera mikilvæg fyrir fasteignaeigendur. „Við vildum bara taka af skarið og móta okkur sameiginlegar reglur og viðmið, því þetta er það sem sérstaklega eigendur atvinnuhúsnæðis eru að bíða eftir að fá skýr svör um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Rússar vakna við vondan draum Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. 31. mars 2020 11:18 Lokað og ekki einu sinni til Kúlu-súkk í Bónus Ég sit við eldhúsborðið með stóran tölvuskjá sem tekur hálft borðið. Ég er að vinna heima og hef gert undanfarna daga. 31. mars 2020 08:00 Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Rússar vakna við vondan draum Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. 31. mars 2020 11:18
Lokað og ekki einu sinni til Kúlu-súkk í Bónus Ég sit við eldhúsborðið með stóran tölvuskjá sem tekur hálft borðið. Ég er að vinna heima og hef gert undanfarna daga. 31. mars 2020 08:00
Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent