Japanskur kaupahéðinn segist hafa gefið spilltum Ólympíunefndarmanni dýrar gjafir Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 11:17 Takahashi fékk meira greitt en nokkur annar frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana í ár. Hann var síðar skipaður í skipulagsnefnd leikanna. Vísir/EPA Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. Haruyuki Takahashi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni Dentsu Inc og síðar fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó, fékk 8,2 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna í greiðslur frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana sem áttu að fara fram í ár. Enginn einstakur aðili fékk hærri greiðslu en hann frá nefndinni. Hann gefur ekki upp í hvað peningarnir fóru en segir þó að starf sitt hafi meðal annars falist í því að þrýsta á nefndarmenn í Alþjóðaólympíunefndinni um að veita Tókýó atkvæði sitt. Þeirra á meðal var Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Franskir saksóknarar hafa rannsakað Diack, sem er grunaður um mútuþægni, frá árinu 2015. Diack hefur meðal annars verið sakaður um að þiggja tvær milljónir dollara, jafnvirði um 284 milljóna króna, fyrir að greiða Ríó de Janeiro atkvæði sitt sem gestgjafa leikanna 2016. Hann hefur setið í stofufangelsi í Frakklandi frá því að ákærur voru lagðar fram gegn honum árið 2015. Diack neitar allri sök. Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur verið sakaður um mútuþægni í tengslum við ákvarðanir um gestgjafa Ólympíuleika. Hann sat í Alþjóðaólympíunefndinni.Vísir/EPA „Maður fer ekki tómhentur“ Rannsóknin í Frakklandi beinist meðal annars að því hvort að japanska nefndin hafi greitt Diack 2,3 milljónir dollara, jafnvirði um 327 milljóna króna, í gegnum ráðgjafa í Singapúr til að kaupa stuðning Diack. Sonur hans er einnig til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi tekið við fjármununum frá Singapúr og komið þeim áleiðis til föður síns. Takahashi segist hafa verið fenginn til að dekstra við áhrifamenn sem gætu hjálpað Tókýó að vinna kapphlaupið um leikana 2020. Í því skyni hafi hann gefið Diack ýmsa muni eins og myndavélar og úr. Reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar heimiluðu gjafir til nefndarmanna fyrir valið á gestgjafa leikanna 2020 en engin ákvæði voru um hámarksupphæðir. „Þau eru ódýr. Maður fer ekki tómhentur, það gefur augaleið,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna um gjafirnar til Diack. Hann hafi hvatt Diack til að styðja boð Tókyó en Takahashi neitar að hafa greitt mútur. Það væri eðlilegt að hans mati að gefa mikilvægum embættismönnum eins og Diack gjafir til að stuðla að góðum tengslum. Ekkert hafi verið óeðlilegt við greiðslurnar sem hann fékk frá Tókýónefndinni eða við hvernig hann ráðstafaði fénu. Daginn áður en ólympíunefndin greiddi atkvæði um gestgjafa leikanna 2020 árið 2013 sagði Diack, sem er frá Senegal, fulltrúum Afríkuríkja að hann hygðist greiða Tókýó atkvæði sitt þar sem það væri verðskuldað, að sögn lögmanns Diack. Hann hafi hins vegar ekki skipað neinum hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Undirbúningur Ólympíuleikanna, sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, hefur kostað Japan um þrettán milljarða dollara, jafnvirði um 1.847 milljarða íslenskra króna. Nefndin sem hafði umsjón með boði Tókýó í leikana var að mestu fjármögnuð af japönskum fyrirtækjum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar Japan Senegal Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. Haruyuki Takahashi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni Dentsu Inc og síðar fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó, fékk 8,2 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna í greiðslur frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana sem áttu að fara fram í ár. Enginn einstakur aðili fékk hærri greiðslu en hann frá nefndinni. Hann gefur ekki upp í hvað peningarnir fóru en segir þó að starf sitt hafi meðal annars falist í því að þrýsta á nefndarmenn í Alþjóðaólympíunefndinni um að veita Tókýó atkvæði sitt. Þeirra á meðal var Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Franskir saksóknarar hafa rannsakað Diack, sem er grunaður um mútuþægni, frá árinu 2015. Diack hefur meðal annars verið sakaður um að þiggja tvær milljónir dollara, jafnvirði um 284 milljóna króna, fyrir að greiða Ríó de Janeiro atkvæði sitt sem gestgjafa leikanna 2016. Hann hefur setið í stofufangelsi í Frakklandi frá því að ákærur voru lagðar fram gegn honum árið 2015. Diack neitar allri sök. Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur verið sakaður um mútuþægni í tengslum við ákvarðanir um gestgjafa Ólympíuleika. Hann sat í Alþjóðaólympíunefndinni.Vísir/EPA „Maður fer ekki tómhentur“ Rannsóknin í Frakklandi beinist meðal annars að því hvort að japanska nefndin hafi greitt Diack 2,3 milljónir dollara, jafnvirði um 327 milljóna króna, í gegnum ráðgjafa í Singapúr til að kaupa stuðning Diack. Sonur hans er einnig til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi tekið við fjármununum frá Singapúr og komið þeim áleiðis til föður síns. Takahashi segist hafa verið fenginn til að dekstra við áhrifamenn sem gætu hjálpað Tókýó að vinna kapphlaupið um leikana 2020. Í því skyni hafi hann gefið Diack ýmsa muni eins og myndavélar og úr. Reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar heimiluðu gjafir til nefndarmanna fyrir valið á gestgjafa leikanna 2020 en engin ákvæði voru um hámarksupphæðir. „Þau eru ódýr. Maður fer ekki tómhentur, það gefur augaleið,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna um gjafirnar til Diack. Hann hafi hvatt Diack til að styðja boð Tókyó en Takahashi neitar að hafa greitt mútur. Það væri eðlilegt að hans mati að gefa mikilvægum embættismönnum eins og Diack gjafir til að stuðla að góðum tengslum. Ekkert hafi verið óeðlilegt við greiðslurnar sem hann fékk frá Tókýónefndinni eða við hvernig hann ráðstafaði fénu. Daginn áður en ólympíunefndin greiddi atkvæði um gestgjafa leikanna 2020 árið 2013 sagði Diack, sem er frá Senegal, fulltrúum Afríkuríkja að hann hygðist greiða Tókýó atkvæði sitt þar sem það væri verðskuldað, að sögn lögmanns Diack. Hann hafi hins vegar ekki skipað neinum hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Undirbúningur Ólympíuleikanna, sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, hefur kostað Japan um þrettán milljarða dollara, jafnvirði um 1.847 milljarða íslenskra króna. Nefndin sem hafði umsjón með boði Tókýó í leikana var að mestu fjármögnuð af japönskum fyrirtækjum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar Japan Senegal Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33