Íslenski boltinn

Helgi hættir með Fylki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Helgi Sigurðsson hættir í Árbænum eftir þriggja ára starf
Helgi Sigurðsson hættir í Árbænum eftir þriggja ára starf vísir/daníel
Helgi Sigurðsson mun láta af störfum sem þjálfari Fylkis í Pepsi Max deild karla þegar tímabilinu líkur. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Í tilkynningu Fylkis segir að félagið og Helgi hafi komist að sameiginlegri ákvörðun um það að Helgi hætti eftir tímabilið.

Helgi hefur verið þjálfari Fylkis síðan haustið 2016. Hann kom liðinu aftur upp í Pepsi Max deildina og hélt þeim uppi þar síðasta sumar.

„Þetta hafa verið góð ár, ég hef kynnst mikið af góðu fólki í kringum félagið. Það hefur verið frábært að vinna með þjálfarateyminu en allir sem hafa komið að verkefninu hafa lagt mikið á sig. Ég vil koma góðum kveðjum á stuðningsmenn Fylkis sem tóku vel á móti mér og hafa reynst mér vel. Ég vona að Fylkisfólk mæti á þá leiki sem eftir eru og hjálpi okkur að sækja þau stig sem eftir eru í pottinum,“ segir Helgi í tilkynningu Fylkis.

Fylkir er í níunda sæti Pepsi Max deildarinnar með 25 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.