Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 16:42 Orban forsætisráðherra mætir á þingfund þar sem samþykkt var að veita honum ótímabundin neyðarvöld í dag. AP/Zoltan Mathe/MTI Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira