Erlent

Dauðsföllum fækkar en Spánn tekur fram úr Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Maður fluttur á sjúkrahús á Spáni.
Maður fluttur á sjúkrahús á Spáni. AP/Alvaro Barrientos

Dauðsföllum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hefur fækkað lítillega milli daga en þrátt fyrir það hefur Spánn tekið fram úr Kína hvað varðar fjölda staðfestra smita. Á Spáni hækkaði talan um 6.398 og hafa nú minnst 85.195 smit verið staðfest. Í Kína segja opinberar tölur að rúmlega 82 þúsund hafi smitast.

812 dóu síðasta sólarhringinn og hefur þeim fækkað lítillega fimm daga í röð. Alls hafa 7.340 dáið.

Meðal þeirra sem hafa smitast á Spáni er Fernando Simón, talsmaður yfirvalda vegna kórónuveirunnar.

AP fréttaveitan segir að Simón hafi upprunalega verið hrósað fyrir rólegt viðmót og skýrleika. Það hafi þó breyst með sífellt auknum fjölda smitaðra og látinna í landinu og hann hafi seinna meir verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum.

Í Evrópu hefur ástandið verið hvað verst á Ítalíu og Spáni og hafa heilbrigðiskerfi landanna átt erfið með að eiga við vandamálið. Gjörgæslur í sex af sautján héröðum Spánar eru fullar og eru héröð til viðbótar við það að bætast á listann. Verið er að reisa bráðabirgðasjúkrahús víða til að fjölga rúmum.

Einnig hefur fjöldi þeirra sem dáið hafa á milli daga lækkað lítillega á Ítalíu. Síðast dóu 756 á milli daga.

Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu vegna mikillar aukningar í skimunum. Alls hafa 143.055 greinst með veiruna þar í landi, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Þar hafa 2.513 dáið.


Tengdar fréttir

Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu

Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu.

Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög

Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×