Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 17:37 Dr. Jenny Harries. Vísir/Getty Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
„Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56
Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31