Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Andri Eysteinsson skrifar 29. mars 2020 14:58 Frá Ischgl í Austurríki. Vísir/EPA Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. Þetta er umfjöllunarefni greinar þýska blaðsins Der Spiegel. Í umfjöllun Der Spiegel er saga kórónuveirunnar í Ischgl rakin og farið atburðarásina í bænum sem sagður er hafa sýkt hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Ischgl - Ibiza Alpanna Smábærinn Ischgl er þekktur áfangastaður fyrir skíðaferðir og skemmtanalíf í Ölpunum. Bærinn er fámennur en íbúafjöldinn margfaldast á veturna þegar ferðamenn gera sér glaðan dag í brekkunum og á börunum seinna um kvöldið. Í umfjöllun Spiegel er fyrst vikið að atburðum 29. febrúar síðastliðnum þegar hópur írskra skíðagarpa mætir spenntur til Ischgl, tilbúnir til að láta til sín taka í brekkunum og skemmtanalífinu í „Ibiza Alpafjallanna.“ Sama dag er tilkynnt um fyrsta kórónuveirusmitið á Íslandi, skíðamaður sem hafði verið á ferð um Ítalíu, smit hafa greinst í Týról-héraði í Austurríki en partýið heldur áfram á Dorfstrasse í Ischgl. Samdægurs lendir flugvél Icelandair frá München á Keflavíkurflugvelli um borð eru ferðamenn sem höfðu verið í Ischgl. Einn þeirra finnur fyrir flensueinkennum og fer í sýnatöku. Skíðamaðurinn og þeir sem sátu næst honum í vélinni eru beðnir um að fara í sóttkví. Degi síðar höfðu þrjú tilfelli kórónuveirunnar greinst á Íslandi, allir hinna smituðu höfðu verið á skíðum í ítölsku Ölpunum. Á sama tíma gengur lífið sinn vanagang í Ischgl, fólk vaknar rennir sér á skíðum fyrri part dags og skemmtir sér svo langt fram á nótt á hinum ýmsum börum og skemmtistöðum. 5. mars er Ischgl skilgreint sem sérstakt áhættusvæði Fjórða mars hefur öllu skólahaldi á Ítalíu verið aflýst og fleiri Íslendingar, sem höfðu verið í Ischgl, greinast með kórónuveiruna. Degi síðar eru þeir orðnir 21 talsins og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, lýsir því yfir að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum sé nú skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Ákvörðun íslenska sóttvarnarlæknisins hefur engin áhrif á lífið í Paznaun-dalnum í Týról þar sem Ischgl er að finna. Austurrísk yfirvöld draga það í efa að Íslendingarnir hafi smitast í Iscghl og telja líklegt að smit hafi orðið á ferðalaginu sjálfu til Íslands. Enn heldur starfsemi áfram í skíðabænum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sunnudaginn 8. mars hafa Norðmenn og Danir fetað í fótspor Íslendinga og skilgreina Ischgl sem áhættusvæði. Á sama tíma geta gestir Kitzloch barsins raðað ofan í sig drykkjum og mat og er staðurinn sagður pakkaður og gestirnir líkt og síld í tunnu. Það er svo degi síðar, þegar Norðmenn hafa sent viðvaranir til Austurríkis og Svíar og Finnar hafa skilgreint Ischgl sem áhættusvæði sem yfirvöld í Týról virðast fyrst horfast í augu við vandann. Öll Norðurlöndin vöruðu við ferðum til Ischgl Fimm dögum eftir að fyrstu vísbendingarnar og ábendingarnar höfðu borist héðan frá Íslandi. Þá hafði þegar greinst kórónuveirusmit í einum barþjónanna á Kitzloch og þúsundir nýrra skíðamanna höfðu komið til bæjarins og þúsundir farið aftur til síns heima, víðs vegar um Evrópu. Danir höfðu þá komist að því að rekja mætti helming smita þar í landi til Ischgl, sömu sögu er að segja um Norðmenn. Fréttir berast af því að 15 manns hafi smitast af barþjóninum á Kitzloch en skemmtistaðirnir halda ótrauðir áfram og auglýsa skemmtanir kvöldsins. 10. mars, eftir að Danir hafa sett Ischgl á rauða listann vegna kórónuveirunnar með Bergamo, Íran, Gyeongsanbuk-do héraði og Hubei-héraði, lýsir ríkisstjórinn Týról yfir að fjöldi smita megi rekja til Ischgl og að öllum skemmtistöðum og börum verði lokað. Skíðasvæðið er þó enn opið og sömu sögu er að segja um veitingastaði svæðisins. Meira en viku síðar loka skíðasvæðin Það er svo tólfta mars sem að ferðamálayfirvöld fyrirskipa lokanir skíðasvæðisins og degi síðar yfirgefa gestir Paznaundal og dreifa sér um Evrópu. Eigendur hótela í Ischgl lýsa yfir vonbrigðum og segja veiruna ekki verri en venjulega flensu og skilja fátt í ákvörðun stjórnvalda. Greint hefur verið frá því að flauta í eigu barþjónsins á Kitzloch hafi gengið manna á milli á barnum og megi rekja fjölda smita til þess. Þegar það kom í ljós höfðu til að mynda 139 danskir ríkisborgarar smitast í Austurríki. Nú hefur bærinn verið settur í sóttkví.Getty/ Jan Heitflesch Spiegel minnir í umfjöllun sinni á hve langur tími leið frá fyrstu viðvörun íslenska sóttvarnarlæknisins, Þórólfs Guðnasonar, til lokunar skíðasvæðisins í Ischgl og greinir frá því að enginn sem yfirgaf svæðið eftir lokun hafi verið prófaður með tilliti til kórónuveirunnar. Iscghl hefur því vakið mikla athygli á heimsvísu fyrir hæg viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum og hafa í það minnsta tvær málsóknir verið settar af stað gegn yfirvöldum í Týról og skíðasvæðinu. Talið er mögulegt að smiti barþjónsins hafi verið haldið leyndu og hafi það stuðlað að dreifingu veirunnar víða um Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. Þetta er umfjöllunarefni greinar þýska blaðsins Der Spiegel. Í umfjöllun Der Spiegel er saga kórónuveirunnar í Ischgl rakin og farið atburðarásina í bænum sem sagður er hafa sýkt hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Ischgl - Ibiza Alpanna Smábærinn Ischgl er þekktur áfangastaður fyrir skíðaferðir og skemmtanalíf í Ölpunum. Bærinn er fámennur en íbúafjöldinn margfaldast á veturna þegar ferðamenn gera sér glaðan dag í brekkunum og á börunum seinna um kvöldið. Í umfjöllun Spiegel er fyrst vikið að atburðum 29. febrúar síðastliðnum þegar hópur írskra skíðagarpa mætir spenntur til Ischgl, tilbúnir til að láta til sín taka í brekkunum og skemmtanalífinu í „Ibiza Alpafjallanna.“ Sama dag er tilkynnt um fyrsta kórónuveirusmitið á Íslandi, skíðamaður sem hafði verið á ferð um Ítalíu, smit hafa greinst í Týról-héraði í Austurríki en partýið heldur áfram á Dorfstrasse í Ischgl. Samdægurs lendir flugvél Icelandair frá München á Keflavíkurflugvelli um borð eru ferðamenn sem höfðu verið í Ischgl. Einn þeirra finnur fyrir flensueinkennum og fer í sýnatöku. Skíðamaðurinn og þeir sem sátu næst honum í vélinni eru beðnir um að fara í sóttkví. Degi síðar höfðu þrjú tilfelli kórónuveirunnar greinst á Íslandi, allir hinna smituðu höfðu verið á skíðum í ítölsku Ölpunum. Á sama tíma gengur lífið sinn vanagang í Ischgl, fólk vaknar rennir sér á skíðum fyrri part dags og skemmtir sér svo langt fram á nótt á hinum ýmsum börum og skemmtistöðum. 5. mars er Ischgl skilgreint sem sérstakt áhættusvæði Fjórða mars hefur öllu skólahaldi á Ítalíu verið aflýst og fleiri Íslendingar, sem höfðu verið í Ischgl, greinast með kórónuveiruna. Degi síðar eru þeir orðnir 21 talsins og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, lýsir því yfir að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum sé nú skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Ákvörðun íslenska sóttvarnarlæknisins hefur engin áhrif á lífið í Paznaun-dalnum í Týról þar sem Ischgl er að finna. Austurrísk yfirvöld draga það í efa að Íslendingarnir hafi smitast í Iscghl og telja líklegt að smit hafi orðið á ferðalaginu sjálfu til Íslands. Enn heldur starfsemi áfram í skíðabænum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sunnudaginn 8. mars hafa Norðmenn og Danir fetað í fótspor Íslendinga og skilgreina Ischgl sem áhættusvæði. Á sama tíma geta gestir Kitzloch barsins raðað ofan í sig drykkjum og mat og er staðurinn sagður pakkaður og gestirnir líkt og síld í tunnu. Það er svo degi síðar, þegar Norðmenn hafa sent viðvaranir til Austurríkis og Svíar og Finnar hafa skilgreint Ischgl sem áhættusvæði sem yfirvöld í Týról virðast fyrst horfast í augu við vandann. Öll Norðurlöndin vöruðu við ferðum til Ischgl Fimm dögum eftir að fyrstu vísbendingarnar og ábendingarnar höfðu borist héðan frá Íslandi. Þá hafði þegar greinst kórónuveirusmit í einum barþjónanna á Kitzloch og þúsundir nýrra skíðamanna höfðu komið til bæjarins og þúsundir farið aftur til síns heima, víðs vegar um Evrópu. Danir höfðu þá komist að því að rekja mætti helming smita þar í landi til Ischgl, sömu sögu er að segja um Norðmenn. Fréttir berast af því að 15 manns hafi smitast af barþjóninum á Kitzloch en skemmtistaðirnir halda ótrauðir áfram og auglýsa skemmtanir kvöldsins. 10. mars, eftir að Danir hafa sett Ischgl á rauða listann vegna kórónuveirunnar með Bergamo, Íran, Gyeongsanbuk-do héraði og Hubei-héraði, lýsir ríkisstjórinn Týról yfir að fjöldi smita megi rekja til Ischgl og að öllum skemmtistöðum og börum verði lokað. Skíðasvæðið er þó enn opið og sömu sögu er að segja um veitingastaði svæðisins. Meira en viku síðar loka skíðasvæðin Það er svo tólfta mars sem að ferðamálayfirvöld fyrirskipa lokanir skíðasvæðisins og degi síðar yfirgefa gestir Paznaundal og dreifa sér um Evrópu. Eigendur hótela í Ischgl lýsa yfir vonbrigðum og segja veiruna ekki verri en venjulega flensu og skilja fátt í ákvörðun stjórnvalda. Greint hefur verið frá því að flauta í eigu barþjónsins á Kitzloch hafi gengið manna á milli á barnum og megi rekja fjölda smita til þess. Þegar það kom í ljós höfðu til að mynda 139 danskir ríkisborgarar smitast í Austurríki. Nú hefur bærinn verið settur í sóttkví.Getty/ Jan Heitflesch Spiegel minnir í umfjöllun sinni á hve langur tími leið frá fyrstu viðvörun íslenska sóttvarnarlæknisins, Þórólfs Guðnasonar, til lokunar skíðasvæðisins í Ischgl og greinir frá því að enginn sem yfirgaf svæðið eftir lokun hafi verið prófaður með tilliti til kórónuveirunnar. Iscghl hefur því vakið mikla athygli á heimsvísu fyrir hæg viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum og hafa í það minnsta tvær málsóknir verið settar af stað gegn yfirvöldum í Týról og skíðasvæðinu. Talið er mögulegt að smiti barþjónsins hafi verið haldið leyndu og hafi það stuðlað að dreifingu veirunnar víða um Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent