Erlent

Samkomubann Ástrala hert enn frekar

Andri Eysteinsson skrifar
Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison
Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison Getty/Gary Ramage

Áströlsk stjórnvöld hafa ákveðið að herða á aðgerðum sínum sem ætlað er að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Áður hafði samkomubann verið í gildi sem heimilaði samkomur tíu og færri en nú hefur sú tala verið lækkuð niður í tvo. Guardian greinir frá.

Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, kynnti aðgerðirnar í dag en auk samkomubannsins verður sex mánaða frestur settur á útburð leigjenda, bæði fyrirtækja og einstaklinga vegna fyrirséðra fjárhagserfiðleika í kjölfar áhrifa kórónuveirunnar á samfélagið.

Þá mun ríkisstjórnin aðstoða fyrirtæki við að halda starfsfólki á launaskrá á meðan að ástandið varir.

Leikvöllum, úti-líkamsræktarstöðvum og hjólabrettagörðum verður þá lokað frá og með mánudeginum vegna hertra aðgerða. Enn mega fjölskyldumeðlimir vera saman á gangi þó þeir séu fleiri en tveir en annarskonar samkomur fleiri en tveggja verða bannaðar. Morrison sagði að fólk ætti að halda sig heima nema til þess að versla í matinn, fara í vinnu, hreyfingu eða til læknis.

Tæplega 4000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í landinu og þegar hafa 16 látist af völdum hennar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.