Erlent

Páfinn ekki með kórónuveiruna

Sylvía Hall skrifar
Páfinn og nánustu samstarfsmenn hans voru sendir í sýnatöku.
Páfinn og nánustu samstarfsmenn hans voru sendir í sýnatöku. Vísir/Getty

Páfagarður hefur staðfest að páfinn sé ekki með kórónuveiruna. Páfinn og nánustu samstarfsmenn hans voru sendir í sýnatöku eftir að íbúi í sömu byggingu og páfinn býr í greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Þetta kemur fram á vef Reuters þar sem segir jafnframt að enginn af nánustu samstarfsmönnum páfans sé með kórónuveiruna.

Alls hafa sex tilfelli verið staðfest í Páfagarður og hafa 170 farið í sýnatöku. Einn þeirra sem reyndist vera með kórónuveiruna starfar í forsætisráðuneyti Páfagarðs og liggur nú á spítala í Róm.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.