Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 11:57 Íbúar í Yichang í Hubei-héraði bíða í röðum eftir að kaupa lestarmiða. Áttatíu járnbrautarstöðvar opnuðu aftur fyrir ferðir innan héraðsins í gær eftir tveggja mánaða lokun vegna faraldursins. Ferðalög út úr héraðinu verða leyfð aftur 8. apríl. Vísir/EPA Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22