Erlent

Á­tján látnir af völdum CO­VID-19 í Stokk­hómi á einum sólar­hring

Atli Ísleifsson skrifar
Fáir á ferli á Sergels torgi í Stokkhólmi.
Fáir á ferli á Sergels torgi í Stokkhólmi. Getty

Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. Alls eru nú 37 dauðsföll rakin til sjúkdómsins í Stokkhólmi, en 62 í landinu í heild.

Fulltrúar sænskra heilbrigðisyfirvalda greindu frá þessu síðdegis í gær. „Ég líkti faraldrinum við storm fyrr í vikunni. Nú get ég sagt að stormurinn sé kominn,“ sagði Björn Eriksson, yfirmaður heilbrigðisþjónustunnar í höfuðborginni, á fréttamannafundi í gær.

Alls hafa nú verið staðfest 1.070 smit í umdæminu, þar af 111 síðasta sólarhringinn. Þrjú hundruð manns eru á sjúkrahúsi vegna smits og fjölgaði þeim um 64 á einum sólarhring.

Eriksson segir álagið á heilbrigðisþjónustuna vera gríðarlegt og að bæði sé þörf á auknum mannskap og varnarbúnaði. Hvatti hann alla þá sem starfað hafa innan heilbrigðisgeirans og nýverið hafi farið á eftirlaun, að snúa tímabundið aftur til starfa.


Tengdar fréttir

Svíar búa sig undir að það taki tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir

Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×