Erlent

Á­tján látnir af völdum CO­VID-19 í Stokk­hómi á einum sólar­hring

Atli Ísleifsson skrifar
Fáir á ferli á Sergels torgi í Stokkhólmi.
Fáir á ferli á Sergels torgi í Stokkhólmi. Getty

Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. Alls eru nú 37 dauðsföll rakin til sjúkdómsins í Stokkhólmi, en 62 í landinu í heild.

Fulltrúar sænskra heilbrigðisyfirvalda greindu frá þessu síðdegis í gær. „Ég líkti faraldrinum við storm fyrr í vikunni. Nú get ég sagt að stormurinn sé kominn,“ sagði Björn Eriksson, yfirmaður heilbrigðisþjónustunnar í höfuðborginni, á fréttamannafundi í gær.

Alls hafa nú verið staðfest 1.070 smit í umdæminu, þar af 111 síðasta sólarhringinn. Þrjú hundruð manns eru á sjúkrahúsi vegna smits og fjölgaði þeim um 64 á einum sólarhring.

Eriksson segir álagið á heilbrigðisþjónustuna vera gríðarlegt og að bæði sé þörf á auknum mannskap og varnarbúnaði. Hvatti hann alla þá sem starfað hafa innan heilbrigðisgeirans og nýverið hafi farið á eftirlaun, að snúa tímabundið aftur til starfa.


Tengdar fréttir

Svíar búa sig undir að það taki tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir

Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.