Erlent

Eiga von á hlífðarbúnaði en skortur yfirvofandi

Sylvía Hall skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk í Bretlandi að störfum.
Heilbrigðisstarfsfólk í Bretlandi að störfum. Vísir/Getty

Húsnæðismálaráðherra Bretlands segir yfirvöld þurfa að gera enn meira til þess að útvega hlífðarbúnað þar sem útlit er fyrir skort í landinu. Unnið væri hörðum höndum að því að panta búnað en það þyrfti að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks enn betur.

Heilbrigðisstarfsfólk gagnrýndi ný tilmæli um endurnýtingu hlífðarfatnaðar harðlega í gær. Þar var lagt til að fólk framlínustarfsfólk myndi þvo hlífðarfatnað ef það væri mögulegt eða þá geyma hann fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér mikla hættu á smiti ef skortur yrði.

Sjá einnig: Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum

„Við verðum að gera meira til þess að fá þann hlífðarbúnað sem fólkið í framlínunni þarf,“ sagði Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra í gær. Þó ættu yfirvöld von á sendingu frá Tyrklandi með 400 þúsund hlífðarsloppum.

„Við erum að reyna allt til að útvega þann búnað sem við þurfum.“

Í Sunday Times eru bresk yfirvöld gagnrýnd harðlega og því haldið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi misst af fimm neyðarfundum yfirvalda í Bretlandi. Þá hafi undirbúningi verið ábótavant og ekki gripið til aðgerða nógu snemma.

Útgöngubann er nú í gildi í Bretlandi og sagði ráðherrann Michael Gove að yfirvöld myndu hvorki fara að aflétta höftum á næstunni né opna skóla. Öll gögn bentu til þess að það væri óskynsamlegt á þessu stigi faraldursins í landinu.

Rúmlega 115 þúsund smit hafa verið staðfest í Bretlandi og 15 þúsund látist. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×