Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 11:49 Hátt í 15 þúsund hafa látist í Bretlandi af völdum kórónuveirunnar. Vísir/Getty Yfirvöld í Bretlandi hvetja nú heilbrigðisstarfsfólk til þess að endurnýta hlífðarfatnað og búnað ef skortur verður. Stéttarfélög lækna og hjúkrunarfræðinga í landinu hafa lýst yfir áhyggjum af þessum tilmælum og segja þau ógna lífi og heilsu starfsfólks. Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. Vegna mikils álags á sjúkrahúsum landsins bendir margt til þess að hlífðarbúnaðurinn sem notaður er við gjörgæslumeðferð sjúklinga gæti klárast nú um helgina. Yfirvöld segjast vinna að því að útvega frekari birgðir af hlífðarbúnaði en hafa þó gefið út þau tilmæli nýta búnaðinn sparlega. Í leiðbeiningum sem gefnar voru út á föstudag kom meðal annars fram að sjúkrahús myndu geyma hlífðarfatnað fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér hættu á smiti ef skortur yrði, eða endurnýta hlífðarfatnað sem hægt væri að þvo. Það væri þó ljóst að það þyrfti að gera einhverjar tilslakanir svo hægt væri að bregðast við miklum skorti á erfiðum tímum. Hafa misst of marga heilbrigðisstarfsmenn Hlífðarbúnaðurinn er framleiddur í Kína og höfðu yfirvöld pantað birgðir fyrir nokkrum vikum. Hann er þó aðeins afhentur í takmörkuðu magni hverju sinni. Dr. Rob Harwood hjá bresku læknasamtökunum er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þessi tilmæli yfirvalda. Hann segir allar slíkar ákvarðanir verða að byggja á vísindum, en ekki framboði og eftirspurn. „Ef það er verið að leggja það til að starfsfólk endurnýti búnað, þá verður það að vera byggt á vísindum og sterkum sönnunargögnum frekar en fáanleika og það má alls ekki stofna öryggi heilbrigðisstarfsfólks í hættu,“ segir Harwood og bætir við að nú þegar hefði heilbrigðisstarfsfólk látið lífið í faraldrinum. „Nú þegar hafa of margir heilbrigðisstarfsmenn dáið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fleiri læknar og samstarfsfólk þeirra leggi líf sitt að veði til þess að bjarga öðrum, og þessi nýju tilmæli geta leitt til þess. Þetta er ekki ákvörðun sem þau ættu að þurfa að taka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hvetja nú heilbrigðisstarfsfólk til þess að endurnýta hlífðarfatnað og búnað ef skortur verður. Stéttarfélög lækna og hjúkrunarfræðinga í landinu hafa lýst yfir áhyggjum af þessum tilmælum og segja þau ógna lífi og heilsu starfsfólks. Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. Vegna mikils álags á sjúkrahúsum landsins bendir margt til þess að hlífðarbúnaðurinn sem notaður er við gjörgæslumeðferð sjúklinga gæti klárast nú um helgina. Yfirvöld segjast vinna að því að útvega frekari birgðir af hlífðarbúnaði en hafa þó gefið út þau tilmæli nýta búnaðinn sparlega. Í leiðbeiningum sem gefnar voru út á föstudag kom meðal annars fram að sjúkrahús myndu geyma hlífðarfatnað fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér hættu á smiti ef skortur yrði, eða endurnýta hlífðarfatnað sem hægt væri að þvo. Það væri þó ljóst að það þyrfti að gera einhverjar tilslakanir svo hægt væri að bregðast við miklum skorti á erfiðum tímum. Hafa misst of marga heilbrigðisstarfsmenn Hlífðarbúnaðurinn er framleiddur í Kína og höfðu yfirvöld pantað birgðir fyrir nokkrum vikum. Hann er þó aðeins afhentur í takmörkuðu magni hverju sinni. Dr. Rob Harwood hjá bresku læknasamtökunum er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þessi tilmæli yfirvalda. Hann segir allar slíkar ákvarðanir verða að byggja á vísindum, en ekki framboði og eftirspurn. „Ef það er verið að leggja það til að starfsfólk endurnýti búnað, þá verður það að vera byggt á vísindum og sterkum sönnunargögnum frekar en fáanleika og það má alls ekki stofna öryggi heilbrigðisstarfsfólks í hættu,“ segir Harwood og bætir við að nú þegar hefði heilbrigðisstarfsfólk látið lífið í faraldrinum. „Nú þegar hafa of margir heilbrigðisstarfsmenn dáið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fleiri læknar og samstarfsfólk þeirra leggi líf sitt að veði til þess að bjarga öðrum, og þessi nýju tilmæli geta leitt til þess. Þetta er ekki ákvörðun sem þau ættu að þurfa að taka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira
Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54
Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27