Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 12:15 Morgan Schneiderlin og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki með Everton. Getty/Tony McArdle Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. Enska úrvalsdeildin mun ekki byrja aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun maímánaðar en deildin er staðráðin í því að klára leiktíðina í stað þess að flauta hana af vegna kórónuveirunnar. Sumir leikmenn hafa samt smá áhyggjur af því að enska úrvalsdeildinni muni fara of snemma af stað og að það væri betra að spila frekar lengur. Morgan Schneiderlin, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, er sannfærður um að allir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu tilbúnir að spila leikina þó að tímabilið færist fram á haustið. Enska úrvalsdeildin er að skoða ýmsar sviðsmyndir til að ná að klára tímabilið en 1. júní er nú sá dagur sem er nefndur sem mögulegur upphafsdagur og markmiðið væri svo að klára tímabilið á sex vikum. Premier League players ready to play until August, says Morgan Schneiderlin https://t.co/pgnLUTlEP2 pic.twitter.com/B7Se7pOpXJ— Mirror Football (@MirrorFootball) March 22, 2020 Everton er með það á sinni áætlun að hefja aftur æfingar 17. apríl næstkomandi eða eftir um 25 daga. Morgan Schneiderlin er hins vegar á því að það sé of snemmt og að allir á Englandi þurfi lengri tíma til að komast í gegnum þetta ástand. „Yfirvöld munu taka bestu ákvörðunina í stöðunni. Fótboltinn er í öðru sæti og við þurfum öll að aðlagast breyttum aðstæðum,“ sagði Morgan Schneiderlin í viðtali við Mirror. „Félagið hefur látið okkur vita að stefnan sé sett á að hefja æfingar aftur 17. apríl. Það finnst mér aðeins of snemmt. Við erum tilbúnir til að spila fram í ágúst sé þörf á því,“ sagði Schneiderlin. „Ég veit að það getur orðið erfitt vegna samninga sumra leikmanna sem eru að renna út í lok júní. Ég vona að leikjum verði frestað aðeins lengur þannig að ég geti spilað aftur á þessu tímabili,“ sagði Schneiderlin. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. Enska úrvalsdeildin mun ekki byrja aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun maímánaðar en deildin er staðráðin í því að klára leiktíðina í stað þess að flauta hana af vegna kórónuveirunnar. Sumir leikmenn hafa samt smá áhyggjur af því að enska úrvalsdeildinni muni fara of snemma af stað og að það væri betra að spila frekar lengur. Morgan Schneiderlin, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, er sannfærður um að allir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu tilbúnir að spila leikina þó að tímabilið færist fram á haustið. Enska úrvalsdeildin er að skoða ýmsar sviðsmyndir til að ná að klára tímabilið en 1. júní er nú sá dagur sem er nefndur sem mögulegur upphafsdagur og markmiðið væri svo að klára tímabilið á sex vikum. Premier League players ready to play until August, says Morgan Schneiderlin https://t.co/pgnLUTlEP2 pic.twitter.com/B7Se7pOpXJ— Mirror Football (@MirrorFootball) March 22, 2020 Everton er með það á sinni áætlun að hefja aftur æfingar 17. apríl næstkomandi eða eftir um 25 daga. Morgan Schneiderlin er hins vegar á því að það sé of snemmt og að allir á Englandi þurfi lengri tíma til að komast í gegnum þetta ástand. „Yfirvöld munu taka bestu ákvörðunina í stöðunni. Fótboltinn er í öðru sæti og við þurfum öll að aðlagast breyttum aðstæðum,“ sagði Morgan Schneiderlin í viðtali við Mirror. „Félagið hefur látið okkur vita að stefnan sé sett á að hefja æfingar aftur 17. apríl. Það finnst mér aðeins of snemmt. Við erum tilbúnir til að spila fram í ágúst sé þörf á því,“ sagði Schneiderlin. „Ég veit að það getur orðið erfitt vegna samninga sumra leikmanna sem eru að renna út í lok júní. Ég vona að leikjum verði frestað aðeins lengur þannig að ég geti spilað aftur á þessu tímabili,“ sagði Schneiderlin.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira