Innlent

Djúp lægð stjórnar veðrinu á al­þjóð­lega veður­deginum

Atli Ísleifsson skrifar
Landsmenn mega eiga von á vindi, 13 til 20 metrum á sekúndu í dag.
Landsmenn mega eiga von á vindi, 13 til 20 metrum á sekúndu í dag. Vísir/Vilhelm

Djúp lægð skammt vestur af landinu stjórnar veðrinu á landinu í dag. Mega landsmenn gera ráð fyrir hvassri suðvestanátt, 13 til 20 metrum á sekúndu, með skúra- eða éljahryðjum, en þurrt að kalla norðaustantil. Hitinn verður á bilinu 0 til 5 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að seinni partinn fari að snjóa á Vestfjörðum og í kvöld megi búast við suðvestan stormi norðan heiða. Þá er sérstaklega minnst á að í dag sé alþjóðlegi veðurdagurinn haldinn hátíðlegur.

„Lægðin grynnist í nótt en hreyfist lítið. Næstu daga er útlit fyrir talsvert hægari suðvestanátt með éljum, en björtu veðri austanlands. Hiti kringum frostmark,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðvestan 5-13, en norðaustan 8-13 NV-til. Víða él, en úrkomulítið NA-lands. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag: Suðvestan 3-10 og dálítil él, en bjartviðri NA- og A-lands. Hiti um frostmark að deginum. 

Á fimmtudag: Suðvestanátt með éljum S- og V-til. Víða vægt frost.

Á föstudag: Norðanátt og él NA-til á landinu, en léttskýjað S- og V-lands. Kólnandi veður.

Á laugardag: Vestanátt og úrkomulítið, frost víða 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt, þurrt og kalt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.