Innlent

Djúp lægð stjórnar veðrinu á al­þjóð­lega veður­deginum

Atli Ísleifsson skrifar
Landsmenn mega eiga von á vindi, 13 til 20 metrum á sekúndu í dag.
Landsmenn mega eiga von á vindi, 13 til 20 metrum á sekúndu í dag. Vísir/Vilhelm

Djúp lægð skammt vestur af landinu stjórnar veðrinu á landinu í dag. Mega landsmenn gera ráð fyrir hvassri suðvestanátt, 13 til 20 metrum á sekúndu, með skúra- eða éljahryðjum, en þurrt að kalla norðaustantil. Hitinn verður á bilinu 0 til 5 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að seinni partinn fari að snjóa á Vestfjörðum og í kvöld megi búast við suðvestan stormi norðan heiða. Þá er sérstaklega minnst á að í dag sé alþjóðlegi veðurdagurinn haldinn hátíðlegur.

„Lægðin grynnist í nótt en hreyfist lítið. Næstu daga er útlit fyrir talsvert hægari suðvestanátt með éljum, en björtu veðri austanlands. Hiti kringum frostmark,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðvestan 5-13, en norðaustan 8-13 NV-til. Víða él, en úrkomulítið NA-lands. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag: Suðvestan 3-10 og dálítil él, en bjartviðri NA- og A-lands. Hiti um frostmark að deginum. 

Á fimmtudag: Suðvestanátt með éljum S- og V-til. Víða vægt frost.

Á föstudag: Norðanátt og él NA-til á landinu, en léttskýjað S- og V-lands. Kólnandi veður.

Á laugardag: Vestanátt og úrkomulítið, frost víða 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt, þurrt og kalt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×