Alræmt glæpagengi réðst inn í dómshús til að frelsa leiðtoga sinn Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 11:44 Herlögreglumenn bera fallinn félaga sinn út úr dómshúsinu í El Progreso. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana og þrír særðust til viðbótar þegar þungvopnaðir liðsmenn glæpasamtakanna MS-13 réðust inn í dómshús í norðvestanverðu Hondúras og frelsuðu leiðtoga sinn sem réttað var yfir þar. Einn árásarmannanna féll í áhlaupinu. MS-13, einnig þekkt sem Mara Salvatrucha, eru talin ein ofbeldisfyllstu og hættulegustu glæpasamtök Mið-Ameríku. Alexander Mendoza, sem gengur undir viðurnefninu „El Porky“, er talinn einn helsti forsprakki gengisins. Hann var tekinn höndum árið 2015 og dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir peningaþvætti og aðild á glæpasamtökum. Mendoza beið jafnframt dóms vegna fjölda morða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um tuttugu liðsmenn glæpagengisins eru sagðir hafa verið klæddir í herklæði og lögreglubúninga þegar þeir réðust inn í dómshúsið í bænum El Progreso, um þrjátíu kílómetrum austur af San Pedro Sula, næststærstu borg Hondúras. Myndbandsupptökur sýna handjárnaðan Mendoza inni í dómshúsinu ásamt lögreglumönnum. Skömmu síðar sést hann án handjárnanna og vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu. Til skotbardaga kom á milli glæpamannanna og lögreglu inni í byggingunni. Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hefur heitið hverjum þeim sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Mendoza jafnvirði rúmra tíu milljóna íslenskra króna í verðlaun. Hondúras Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana og þrír særðust til viðbótar þegar þungvopnaðir liðsmenn glæpasamtakanna MS-13 réðust inn í dómshús í norðvestanverðu Hondúras og frelsuðu leiðtoga sinn sem réttað var yfir þar. Einn árásarmannanna féll í áhlaupinu. MS-13, einnig þekkt sem Mara Salvatrucha, eru talin ein ofbeldisfyllstu og hættulegustu glæpasamtök Mið-Ameríku. Alexander Mendoza, sem gengur undir viðurnefninu „El Porky“, er talinn einn helsti forsprakki gengisins. Hann var tekinn höndum árið 2015 og dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir peningaþvætti og aðild á glæpasamtökum. Mendoza beið jafnframt dóms vegna fjölda morða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um tuttugu liðsmenn glæpagengisins eru sagðir hafa verið klæddir í herklæði og lögreglubúninga þegar þeir réðust inn í dómshúsið í bænum El Progreso, um þrjátíu kílómetrum austur af San Pedro Sula, næststærstu borg Hondúras. Myndbandsupptökur sýna handjárnaðan Mendoza inni í dómshúsinu ásamt lögreglumönnum. Skömmu síðar sést hann án handjárnanna og vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu. Til skotbardaga kom á milli glæpamannanna og lögreglu inni í byggingunni. Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hefur heitið hverjum þeim sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Mendoza jafnvirði rúmra tíu milljóna íslenskra króna í verðlaun.
Hondúras Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila