Íslenski boltinn

Geir Þorsteinsson til starfa hjá ÍA

Sindri Sverrisson skrifar
Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson háðu kosningabaráttu um formannsembættið hjá KSÍ í fyrra þar sem Guðni hafði betur.
Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson háðu kosningabaráttu um formannsembættið hjá KSÍ í fyrra þar sem Guðni hafði betur. VÍSIR/VILHELM

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA.

Geir tekur við starfinu af Sigurði Þór Sigursteinssyni og ljóst að vandfundinn er reynslumeiri maður í starfið.

„Eftir áhugaverð störf að knattspyrnumálum utan Íslands er gott að vera kominn aftur í íslenska boltann. Knattspyrnufélag ÍA er leiðandi félag í íslenskri knattspyrnu sem stefnir á toppinn. Ég hlakka til að takast á við krefjandi áskoranir í góðu samtarfi við félagsmenn og stuðningsmenn ÍA,“ segir Geir á heimasíðu ÍA.

Geir var formaður KSÍ á árunum 2007-2017 og áður framkvæmdastjóri sambandsins í áratug. Hann hefur setið í nefndum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, frá 1998 og Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA frá 2007. Undanfarið hefur Geir sinnt sérstökum verkefnum fyrir UEFA og FIFA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.