Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni hreinsaður af sök Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 10:28 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Þegar læknirinn Li Wenliang reyndi að vara við nýjum smitsjúkdómi sem var að herja á íbúa Wuhan í Kína, var ekki hlustað á hann. Þess í stað voru lögregluþjónar sendir heim til hans og var hann látinn skrifa undir bréf þar sem hann gekkst við því að setja fram falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Aðrir læknar sem Li hafði rætt við og höfðu sömuleiðis reynt að vara við veirunni urðu einnig fyrir refsingum. Yfirvöld í Kína hafa nú hreinsað Li sök, beðið fjölskyldu hans afsökunar og refsað lögregluþjónunum tveimur sem ræddu við hann, samkvæmt Kommúnistaflokki Kína. Aðgerðir sem þessar þykja frekar merkilegar þar sem Kommúnistaflokkurinn viðurkennir sjaldan sem aldrei að hafa gert nokkuð rangt og forsvarsmenn flokksins sætta sig ekki við gagnrýni og mótlæti. Þann 30. desember sendi Li öðrum læknum viðvörun og ráðlagði þeim að klæðast hlífðarklæðum. Hann smitaðist sjálfur af kórónuveirunni í byrjun janúar en það var ekki staðfest fyrr en þann 30. janúar. Li dó svo þann 6. febrúar. Eftir að Li dó varð hann táknmynd mikillar reiði í garð Kommúnistaflokksins. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum og var Kommúnistaflokkurinn meðal annars sakaður um þöggunartilburði. Margir börðust fyrir auknu tjáningarfrelsi en slíkar færslur voru þó fljótt fjarlægðar. Eins og AP fréttaveitan bendir á er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem Kommúnistaflokkurinn er sakaður um að hylma yfir eða taka illa á slysum, hamförum og slíku. Meðal annars varðandi fuglaflensuna 2003, eiturefnaleka árið 2005 sem mengaði neysluvatn milljóna og sölu mengaðrar barnamjólkur, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum þessum tilfellum voru embættismenn flokksins sakaðir um að sitja á upplýsingum sem almenningur þurfti til að verja sig. Í mörgum þessara tilfella leyfði flokkurinn almenningi að ausa úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum í smá stund, áður en lokað var á alla umræðu og fjölmiðlar notaðir til að kaffæra alla gagnrýni. Þeir sem héldu áfram að gagnrýna fyrirvöld í Kína áttu á hættu á að lenda í fangelsi. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Þegar læknirinn Li Wenliang reyndi að vara við nýjum smitsjúkdómi sem var að herja á íbúa Wuhan í Kína, var ekki hlustað á hann. Þess í stað voru lögregluþjónar sendir heim til hans og var hann látinn skrifa undir bréf þar sem hann gekkst við því að setja fram falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Aðrir læknar sem Li hafði rætt við og höfðu sömuleiðis reynt að vara við veirunni urðu einnig fyrir refsingum. Yfirvöld í Kína hafa nú hreinsað Li sök, beðið fjölskyldu hans afsökunar og refsað lögregluþjónunum tveimur sem ræddu við hann, samkvæmt Kommúnistaflokki Kína. Aðgerðir sem þessar þykja frekar merkilegar þar sem Kommúnistaflokkurinn viðurkennir sjaldan sem aldrei að hafa gert nokkuð rangt og forsvarsmenn flokksins sætta sig ekki við gagnrýni og mótlæti. Þann 30. desember sendi Li öðrum læknum viðvörun og ráðlagði þeim að klæðast hlífðarklæðum. Hann smitaðist sjálfur af kórónuveirunni í byrjun janúar en það var ekki staðfest fyrr en þann 30. janúar. Li dó svo þann 6. febrúar. Eftir að Li dó varð hann táknmynd mikillar reiði í garð Kommúnistaflokksins. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum og var Kommúnistaflokkurinn meðal annars sakaður um þöggunartilburði. Margir börðust fyrir auknu tjáningarfrelsi en slíkar færslur voru þó fljótt fjarlægðar. Eins og AP fréttaveitan bendir á er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem Kommúnistaflokkurinn er sakaður um að hylma yfir eða taka illa á slysum, hamförum og slíku. Meðal annars varðandi fuglaflensuna 2003, eiturefnaleka árið 2005 sem mengaði neysluvatn milljóna og sölu mengaðrar barnamjólkur, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum þessum tilfellum voru embættismenn flokksins sakaðir um að sitja á upplýsingum sem almenningur þurfti til að verja sig. Í mörgum þessara tilfella leyfði flokkurinn almenningi að ausa úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum í smá stund, áður en lokað var á alla umræðu og fjölmiðlar notaðir til að kaffæra alla gagnrýni. Þeir sem héldu áfram að gagnrýna fyrirvöld í Kína áttu á hættu á að lenda í fangelsi.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira