Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2020 18:14 Carlos Ghosn. Vísir/Getty Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmanns Nissan og renault, frá landinu. Ghosn náði að flýja til Líbanon rétt fyrir áramót eftir að honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl gegn því skilyrði að hann myndi ekki fara úr landi. Þetta eru fyrstu viðbrögð yfirvalda við flóttanum en Ghosn beið réttarhalda í Japan. Ghosn hafði verið handtekinn á síðasta ári grunaður um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Hann er sagður hafa flúið vegna þess að hann taldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Japan. Engin gögn sýna fram á ferðalag frá Japan Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ghosn þar sem segir að hann hafi komið ólöglega til landsins. Enn er óljóst hvort Ghosn verði kallaður til yfirheyrslu í Líbanon en ríkisborgarar landsins eru ekki framseldir annarra ríkja. Ghosn er með franskan, líbanskan og brasilískan ríkisborgararétt. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast eftir nokkra mánuði. Engu að síður tókst Ghosn að flýja og er hann sagður hafa yfirgefið land með einkaþotu og á hann að hafa falið sig í hljóðfæratösku. Eiginkona Ghosn, Carole, segir þetta þó ekki vera rétt.Sjá einnig: Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Ghosn komst frá Japan á frönsku vegabréfi en dómstóll í Japan hafði leyft honum að halda öðru af tveimur frönskum vegabréfum sínum. Vegabréfið átti að vera geymt í læstum skáp sem einungis lögmenn hans myndu hafa lykil að. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japan, sagði flótta Ghosn vera ólöglegan og það væri miður að hann hafi náð að flýja land. Engin gögn væru til sem sýndu fram á að hann hafi yfirgefið landið en hún sagðist heita því að málið yrði rannsakað til hlítar. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmanns Nissan og renault, frá landinu. Ghosn náði að flýja til Líbanon rétt fyrir áramót eftir að honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl gegn því skilyrði að hann myndi ekki fara úr landi. Þetta eru fyrstu viðbrögð yfirvalda við flóttanum en Ghosn beið réttarhalda í Japan. Ghosn hafði verið handtekinn á síðasta ári grunaður um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Hann er sagður hafa flúið vegna þess að hann taldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Japan. Engin gögn sýna fram á ferðalag frá Japan Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ghosn þar sem segir að hann hafi komið ólöglega til landsins. Enn er óljóst hvort Ghosn verði kallaður til yfirheyrslu í Líbanon en ríkisborgarar landsins eru ekki framseldir annarra ríkja. Ghosn er með franskan, líbanskan og brasilískan ríkisborgararétt. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast eftir nokkra mánuði. Engu að síður tókst Ghosn að flýja og er hann sagður hafa yfirgefið land með einkaþotu og á hann að hafa falið sig í hljóðfæratösku. Eiginkona Ghosn, Carole, segir þetta þó ekki vera rétt.Sjá einnig: Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Ghosn komst frá Japan á frönsku vegabréfi en dómstóll í Japan hafði leyft honum að halda öðru af tveimur frönskum vegabréfum sínum. Vegabréfið átti að vera geymt í læstum skáp sem einungis lögmenn hans myndu hafa lykil að. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japan, sagði flótta Ghosn vera ólöglegan og það væri miður að hann hafi náð að flýja land. Engin gögn væru til sem sýndu fram á að hann hafi yfirgefið landið en hún sagðist heita því að málið yrði rannsakað til hlítar.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45
Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58
Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45