Erlent

Al­þjóð­leg hand­töku­skipun gefin út á hendur Ghosn

Kjartan Kjartansson skrifar
Ghosn lét sig hverfa frá Japan þar sem hann gekk laus gegn tryggingu, sakaður um meiriháttar misferli í starfi hjá Nissan.
Ghosn lét sig hverfa frá Japan þar sem hann gekk laus gegn tryggingu, sakaður um meiriháttar misferli í starfi hjá Nissan. Vísir/EPA

Yfirvöldum í Líbanon barst alþjóðleg handtökuskipun frá alþjóðalögreglunni Interpol vegna Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðendanna Nissan og Renault, sem flúði þangað frá Japan. Tyrknesk yfirvöld eru sögð rannsaka flótta Ghosn.

Reuters-fréttastofan segir að ekki hafi náðst í líbanska embættismenn um hvernig stjórnvöld í Beirút ætli að verða við handtökuskipuninni. Í fyrri tilvikum hafa þau ekki handtekið líbanska ríkisborgara heldur lagt hald á vegabréf þeirra og ákveðið tryggingargjald fyrir þá. Ghosn er með franskan, líbanskan og brasilískan ríkisborgararétt.

Einkarekið öryggisfyrirtæki smyglaði Ghosn út úr Tókýó þar sem hann stóð frammi fyrir ákærum vegna spillingar í starfi. Hann er sagður hafa verið fluttur úr landi í gegnum Tyrkland. Lögreglan þar í landi handtók sjö manns í dag, þar á meðal fjóra flugmenn, í tengslum við rannsókn á flótta Ghosn.

Japanska ríkisútvarpið NHK fullyrti í dag að yfirvöld hefðu leyft Ghosn að halda frönsku vegabréfi sínu í læstri tösku á meðan hann gekk laus gegn tryggingu. Það gæti varpað ljósi á hvernig honum tókst að komast úr landi.


Tengdar fréttir

Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon

Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×