Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 20:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti virkjaði í dag neyðarlög sem heimila alríkisstjórn að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ákváðu í sameiningu í dag að loka landamærum Bandaríkjanna og Kanada að hluta í von um að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Engin „óþarfa“ ferðalög verða leyfð um landamærin. Lokunin mun ekki hafa áhrif á viðskipti landanna á milli en Bandaríkin eru stærsti viðskiptavinur Kanada, en 75% af útflutningi Kanada fer til Bandaríkjanna. Listi Bandaríkjanna yfir ríki sem ferðabann þeirra nær til lengist sífellt. Sem stendur mega ríkisborgarar Kína, Íran og rúmlega 25 Evrópuríkja, Íslandi þ.m.t., ekki koma til landsins. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið í umræddum löndum síðastliðna 14 daga. Þá virkjaði Trump neyðarlög í kvöld sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum. Þá sagðist hann einnig vilja auka getu landsins til að greina sýni og að hann vildi senda sjúkrahússskip sjóhersins til New York borgar, sem er á hraðri leið með að verða þungamiðja faraldursins í Bandaríkjunum. Hann sagðist einnig vilja senda slíkt skip til vesturstrandarinnar. ...It cannot overcome the dedication of our doctors, nurses, and scientists and it cannot beat the LOVE, PATRIOTISM, and DETERMINATION of our citizens. Strong and United, WE WILL PREVAIL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 „Við ætlum að leggja þennan ósýnilega óvin,“ sagði Trump sem hefur tekið faraldurinn mun alvarlegar undanfarna daga en hann gerði í upphafi. Forsetinn gerði ítrekað lítið úr alvarleika veirunnar þegar varað var við því að hún gæti dreifst hratt um Bandaríkin. Í gær lýsti hann því þó yfir að hann hefði vitað frá upphafi að veiran yrði heimsfaraldur og í dag lýsti hann sjálfum sér sem „stríðsforseta.“ „Þetta er stríð. Ég sé þetta, á vissan hátt, sem stríðsforseta. Þetta er mjög erfið aðstaða,“ sagði hann. Trump hefur einnig virkjað lög til að vísa förufólki frá landamærum að Mexíkó frá. Landamærunum verður þó ekki lokað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Kanada Tengdar fréttir Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ákváðu í sameiningu í dag að loka landamærum Bandaríkjanna og Kanada að hluta í von um að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Engin „óþarfa“ ferðalög verða leyfð um landamærin. Lokunin mun ekki hafa áhrif á viðskipti landanna á milli en Bandaríkin eru stærsti viðskiptavinur Kanada, en 75% af útflutningi Kanada fer til Bandaríkjanna. Listi Bandaríkjanna yfir ríki sem ferðabann þeirra nær til lengist sífellt. Sem stendur mega ríkisborgarar Kína, Íran og rúmlega 25 Evrópuríkja, Íslandi þ.m.t., ekki koma til landsins. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið í umræddum löndum síðastliðna 14 daga. Þá virkjaði Trump neyðarlög í kvöld sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum. Þá sagðist hann einnig vilja auka getu landsins til að greina sýni og að hann vildi senda sjúkrahússskip sjóhersins til New York borgar, sem er á hraðri leið með að verða þungamiðja faraldursins í Bandaríkjunum. Hann sagðist einnig vilja senda slíkt skip til vesturstrandarinnar. ...It cannot overcome the dedication of our doctors, nurses, and scientists and it cannot beat the LOVE, PATRIOTISM, and DETERMINATION of our citizens. Strong and United, WE WILL PREVAIL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 „Við ætlum að leggja þennan ósýnilega óvin,“ sagði Trump sem hefur tekið faraldurinn mun alvarlegar undanfarna daga en hann gerði í upphafi. Forsetinn gerði ítrekað lítið úr alvarleika veirunnar þegar varað var við því að hún gæti dreifst hratt um Bandaríkin. Í gær lýsti hann því þó yfir að hann hefði vitað frá upphafi að veiran yrði heimsfaraldur og í dag lýsti hann sjálfum sér sem „stríðsforseta.“ „Þetta er stríð. Ég sé þetta, á vissan hátt, sem stríðsforseta. Þetta er mjög erfið aðstaða,“ sagði hann. Trump hefur einnig virkjað lög til að vísa förufólki frá landamærum að Mexíkó frá. Landamærunum verður þó ekki lokað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Kanada Tengdar fréttir Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08
Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30
Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12