Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 10:08 Biden er í mun betri stöðu en Sanders og þykir hann nánast búinn að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins. AP/Evan Vucci Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Fleiri fréttir Enginn nefndur Keir í Bretlandi í fyrra Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira