Fótbolti

Juventus fylgist sérstaklega vel með heilsu sextíu sígarettna Sarri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sarri í smók.
Sarri í smók. vísir/getty

Ítalíumeistarar Juventus passa sérstaklega vel upp á knattspyrnustjóra sinn, Maurizio Sarri, á tímum kórónuveirunnar.

Tveir leikmenn Juventus, Blaise Matuidi og Daniele Rugani, hafa greinst með kórónuveiruna og yfir 120 manns sem starfa hjá félaginu eru komnir í sóttkví.

Juventus fylgist náið með Sarri sem er í miklum áhættuhópi. Hinn 61 árs Sarri reykir allt að 60 sígarettur á dag og fékk lungnabólgu síðasta haust.

Sarri hefur farið í tvö próf vegna kórónuveirunnar sem hafa bæði verið neikvæð. Juventus tekur hins vegar enga áhættu með stjórann sinn og fylgist vel með heilsu hans.

Í Tuttosport kemur fram að Sarri vinni eins og hann geti í sóttkvínni en sakni þess að vera ekki á æfingasvæðinu.

Hann er þó ekki einmana í sóttkvíni. Vinur hans og hundurinn Ciro eru með honum og þá hefur Sarri verið í sambandi við Pep Guardiola, stjóra Englandsmeistara Manchester City.

Kórónuveiran hefur leikið Ítalíu grátt og 2500 manns hafa látist af völdum hennar þar í landi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×