Fótbolti

Annar leikmaður Juventus með kórónuveiruna

Sindri Sverrisson skrifar
Blaise Matuidi á æfingu Juventus fyrir viku síðan.
Blaise Matuidi á æfingu Juventus fyrir viku síðan. vísir/getty

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus tilkynnti í dag að leikmaður liðsins, Frakkinn Blaise Matuidi, hefði greinst með kórónuveiruna.

Matuidi er annar leikmaður ítölsku meistaranna sem greinist með smit en áður hafði Daniele Rugani veikst.

Í yfirlýsingu Juventus segir: „Blaise Matuidi hefur gengist undir læknisskoðun sem leiddi í ljós að hann væri með kórónuveiruna, COVID-19. Leikmaðurinn hefur frá miðvikudeginum 11. mars verið í heimasóttkví. Áfram verður fylgst með heilsu hans og farið eftir áætlun. Honum líður vel og hann er einkennalaus.“

Rugani var fyrsti leikmaðurinn til að greinast með kórónuveiruna þann 11. mars, sem hafði í för með sér að 121 starfsmaður Juventus fór í sóttkví, þar á meðal liðsfélagar hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×