Fótbolti

Fjórir hjá Fiorentina greindir með kórónuveiruna

Ísak Hallmundarson skrifar
Patrick Cutrone
Patrick Cutrone vísir/getty
Patrick Cutrone, German Pezzela og Dusan Vlahovic, leikmenn Fiorentina á Ítalíu, hafa allir greinst með Kórónuveiruna. Auk þess hefur sjúkraþjálfarinn Stefano Dainelli greinst með vírusinn. 

Í tilkynningu frá félaginu segir: ,,Patrick Cutrone, German Pazzella og sjúkraþjálfarinn Stefano Danielli fóru í skimun þar sem þeir voru með einkenni. Allir greindust með veiruna en eru við góða heilsu heima hjá sér í Flórens.

Framherjinn Dusan Vlahovic hafði greinst með veiruna í gær.

Ítalía er það land sem hefur orðið hvað mest fyrir barðinu á kórónuveirunni og allar íþróttir og fjöldasamkomur hafa verið bannaðar til 3. apríl.


Tengdar fréttir

Kórónu­far­aldur í her­búðum Sampdoria

Manolo Gabbiadini, leikmaður Sampdoria, greindist á fimmtudaginn með kórónuveiruna en félagið staðfesti þetta og sagði að búið væri að senda hann í tveggja vikna sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×