Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2020 09:00 Leikmenn Liverpool tollera Jürgen Klopp eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Nú lítur út fyrir að Liverpool fái að klára tímabilið og þar með vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn i 30 ár. vísir/getty Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Enski boltinn Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Einn besti markmaður heims“ Fótbolti Skar sig á klósettinu milli leikja Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Fleiri fréttir Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Sjá meira
Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Enski boltinn Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Einn besti markmaður heims“ Fótbolti Skar sig á klósettinu milli leikja Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Fleiri fréttir Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Sjá meira