Enski boltinn

Ætla ekki að gera hlé á deildinni þrátt fyrir smit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leikvangi Tottenham í dag er leiknum gegn Fulham var frestað.
Frá leikvangi Tottenham í dag er leiknum gegn Fulham var frestað. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur

Enska úrvalsdeildin hefur ekki rætt um að stöðva keppni í deildinni eftir að kórónuveirusmit hafa greinst í nokkrum liðum að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni í kvöld.

Smit greindust í herbúðum Manchester City á dögunum og var leik þeirra gegn Everton frestað á mánudagskvöldið. Í dag var svo frestað leik Tottenham Hotspur og Fulham eftir að nokkrir leikmenn Fulham greindust smitaðir.

Sam Allardyce, stjóri West Bromwich Albion, kallaði svo eftir því í dag að úrvalsdeildin myndi setja deildina á pásu í hálfan mánuð en það er ekki að fara gerast að svo stöddu, að sögn úrvalsdeildarinnar.

„Úrvalsdeildin hefur ekki rætt það að stöðva keppni eða er með það á áætlun að ræða um það. Deildin heldur áfram að bera traust sitt til kórónuveirureglnannna og þessar reglur eru með fullan stuðning frá ríkisvaldinu,“ sagði í yfirlýsingunni.

Deildin segir í sömu yfirlýsingu að þeir munu þó setja heilsu leikmanna og starfsmanna í fyrsta sæti og munu halda áfram að fylgjast með því að félögin virði þessar reglur til hins ítrasta, sem þau hafa gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×