Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2020 11:31 Skriðurnar féllu um klukkan 4 í nótt að staðartíma. EPA Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. Lögregla tekur fram að fólkið kann að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Þó sé einnig möguleiki að fólkið sé að finna á því svæði þar sem aurskriðurnar féllu. Lögregla í Noregi greindi frá þessu um klukkan ellefu í morgun, en var fyrst kölluð út vegna skriðanna um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Voru þá milli 150 og tvö hundruð manns gert að yfirgefa heimili sín á svæðinu og voru sjúkrahús í Osló sett á neyðarstig. Þegar leið á morguninn var rýmingarsvæðið stækkað þannig að um sjö hundruð manns hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og er enn er talin hætta á frekari skriðuföllum. Vitað er að níu manns hið minnsta hafi slasast og þar af einn alvarlega. Enn er verið að meta umfang eyðileggingarinnar en að sögn lögreglu náði skriðan yfir hús við fjórtán mismunandi heimilisföng. Er skriðusvæðið sagt vera sjö hundruð metrar sinnum þrjú hundruð metrar að stærð. AP Af myndum að dæma má ljóst vera að eyðileggingin er mikil og hefur sveitarstjórinn, Anders Østensen, sagt náttúruhamfarirnar vera bæði miklar og alvarlegar. Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill í nótt og í morgun, þar sem lögregla, slökkvilið, heimavarnarlið og fulltrúar almannavarna hafa meðal annars tekið þátt. Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask.330 Skvadron Bærinn Ask er að finna í sveitarfélaginu Gjerdrum, um þrjátíu kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló og telja íbúar bæjarins um fimm þúsund. Skriður sem þessar eru tiltölulega algengar á þessu svæði þar sem jarðvegurinn er víða mjög leirkenndur. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Lögregla tekur fram að fólkið kann að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Þó sé einnig möguleiki að fólkið sé að finna á því svæði þar sem aurskriðurnar féllu. Lögregla í Noregi greindi frá þessu um klukkan ellefu í morgun, en var fyrst kölluð út vegna skriðanna um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Voru þá milli 150 og tvö hundruð manns gert að yfirgefa heimili sín á svæðinu og voru sjúkrahús í Osló sett á neyðarstig. Þegar leið á morguninn var rýmingarsvæðið stækkað þannig að um sjö hundruð manns hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og er enn er talin hætta á frekari skriðuföllum. Vitað er að níu manns hið minnsta hafi slasast og þar af einn alvarlega. Enn er verið að meta umfang eyðileggingarinnar en að sögn lögreglu náði skriðan yfir hús við fjórtán mismunandi heimilisföng. Er skriðusvæðið sagt vera sjö hundruð metrar sinnum þrjú hundruð metrar að stærð. AP Af myndum að dæma má ljóst vera að eyðileggingin er mikil og hefur sveitarstjórinn, Anders Østensen, sagt náttúruhamfarirnar vera bæði miklar og alvarlegar. Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill í nótt og í morgun, þar sem lögregla, slökkvilið, heimavarnarlið og fulltrúar almannavarna hafa meðal annars tekið þátt. Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask.330 Skvadron Bærinn Ask er að finna í sveitarfélaginu Gjerdrum, um þrjátíu kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló og telja íbúar bæjarins um fimm þúsund. Skriður sem þessar eru tiltölulega algengar á þessu svæði þar sem jarðvegurinn er víða mjög leirkenndur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28
Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08