Erlent

Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyði­legging

Atli Ísleifsson skrifar
Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask.
Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask. 330 Skvadron

Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum.

Lögregla segir í tilkynningu að einhverra sé enn saknað, en stærsta skriðan féll skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Þá segja norskir fjölmiðlar frá því að símtöl hafi borist frá fólki sem fast er á hamfarasvæðinu.

Á myndbandi frá Verdens Gang má sjá hvernig heilt hús hrapar niður hlíð á hamfarasvæðinu og eyðileggst.

Um 150 til 200 manns var gert að yfirgefa heimili sín eftir að stóra skriðan féll. Anders Østensen, sveitarstjóri í Gjerdum, segir að um miklar og alvarlegar hamfarir vera að ræða.

AP

NRK segir frá því að níu manns hið minnsta hafi slasast þó að ástand þeirra er ekki sagt vera alvarlegt. Var fólkið flutt til aðhlynningar bæði á sjúkrahús og læknavakt. 

AP

Mikill viðbúnaður er á svæðinu og segir Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, erfitt að sjá hvernig kraftar náttúrunnar hafi herjað á bæjarbúa. Hugur hennar sé hjá öllum þeim sem hafa lent í skriðunum.

 Íbúar Ask telja um fimm þúsund manns.

Fréttin verður uppfærð.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×