Rashford hetjan á ellefu stundu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford og Pogba fagna sigurmarkinu í kvöld. United er tveimur stigum frá Liverpool á toppi deildarinnar.
Rashford og Pogba fagna sigurmarkinu í kvöld. United er tveimur stigum frá Liverpool á toppi deildarinnar. Michael Regan/Getty Images

Manchester United vann 1-0 sigur á Old Trafford í kvöld er liðin mættust í sextándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

United hafði verið á fínu skriði að undanförnu. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Leicester í síðasta leik en hafði unnið tvo leiki þar á undan.

Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik en Paul Pogba og Edinson Cavani voru komnir inn í byrjunarlið United.

United hafði einungis átt eitt skot á markið fyrstu 70 mínúturnar en það lifnaði yfir þeim undir lokin.

Paul Pogba átti meðal annars fína tilraun og Edinson Cavani kom boltanum í netið en var dæmdur rangstæður.

Það voru komnar 93 mínútur á klukkuna er sigurmarkið kom. Þá skoraði Marcus Rashford. Hann fékk sendingu frá Bruno Fernandes, lék með knöttinn inn á teiginn og skotið fór af Romain Saiss og í netið. Lokatölur 1-0.

United er því í öðru sætinu með 30 stig eftir fimmtán leiki en Wolves er í tólfta sætinu með 21 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira