Íslenski boltinn

Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson fagnar marki í leik Vals og Víkings í sumar.
Valgeir Lunddal Friðriksson fagnar marki í leik Vals og Víkings í sumar. vísir/daníel

Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið.

Valgeir, sem er nítján ára, sló í gegn með Val á síðasta tímabili. Hann lék fimmtán af átján leikjum Valsmanna í Pepsi Max-deildinni og skoraði þrjú mörk. Valur varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum. Eftir tímabilið var Valgeir svo valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

Valgeir vann sér einnig sæti í U-21 árs landsliðinu og lék einn leik með því í undankeppni EM 2021.

Á síðasta tímabili endaði Häcken í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og náði þar með Evrópusæti.

Valgeir er uppalinn hjá Fjölni en gekk í raðir Vals vorið 2019. Hann lék einn deildarleik með Valsmönnum í fyrra en var svo fastamaður í liði þeirra í ár.

Valgeir Lunddal Friðriksson til BK Hacken. Valgeir Lunddal Friðriksson leikmaður Vals hefur verið seldur til BK Hacken....

Posted by Valur Fótbolti on Monday, December 28, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×