Erlent

Gefa út yfirlit yfir breska fjárfesta í verslun með þræla

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Meðal þeirra sem fjallað er um í ritinu er Robert Walpole, sem almennt er álitinn fyrsti forsætisráðherra Breta.
Meðal þeirra sem fjallað er um í ritinu er Robert Walpole, sem almennt er álitinn fyrsti forsætisráðherra Breta. Málverk eftir Stephen Slaughter

Breskir fræðamenn hafa fengið styrk frá breskum stjórnvöldum til að gefa út rit þar sem safnað verður saman upplýsingum um alla Breta sem fjárfestu í verslun með þræla á árunum 1640 til 1807.

The Dictionary of British Slave Traders mun fjalla um þá 6.500 einstaklinga og fyrirtæki sem tóku þátt í þrælaverslun Breta. Að sögn William Pettigrew, prófessor í sagnfræði við Lancaster University, mun ritið sýna fram á hversu víðtæk fjárfesting í viðskiptunum var.

„Þetta er ekki bara þessi saga afar ríku verslunarmannanna sem urðu vellauðugir af þessum hræðilegu viðskipum, heldur um samfélagslegt umfang fjárfestinganna,“ segir hann. Sagan sýndi að venjulegir kaupmenn hefðu lagt stóran hluta eigna sinna í þrælakaupmennsku.

Talið er að Bretar hafi hneppt um það bil 3,1 milljón Afríkumenn í þrældóm á umræddu tímabili og flutt þá til nýlenda út um víða veröld. Margir voru sendir til eyjanna á Karabíahafinu til að starfa við sykuruppskeruna. 

„Eigendur“ þeirra högnuðust verulega af útflutningi sykurs, mólassa og romm.

Nokkuð hefur verið rætt um þrælaverslun Breta í kjölfar Black Lives Matter og meðal annars skort á kennslu um þennan þátt sögunnar í skólum.

Ritið er væntanlegt árið 2024.

CNN sagði frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.