Erlent

Stefna að því að bólu­setja milljónir Breta í janúar

Sylvía Hall skrifar
AstraZeneca bóluefnið er auðveldara í geymslu en bóluefni Pfizer.
AstraZeneca bóluefnið er auðveldara í geymslu en bóluefni Pfizer. Getty/Konstantinos Zilos

Útlit er fyrir að bóluefni AstraZeneca og Oxford fari í dreifingu í Bretlandi þann 4. janúar næstkomandi. Bóluefnið hefur enn ekki verið samþykkt af yfirvöldum þar í landi en búist er við því heilbrigðisyfirvöld gefi grænt ljós á allra næstu dögum.

Forstjóri AstraZeneca hefur fullyrt að fyrirtækið hafi náð að framleiða „sigurformúlu“ sem veiti öfluga virkni eftir tvær sprautur. Bóluefnið er auðveldara í geymslu en bóluefni Pfizer og Biontech og töluvert ódýrara.

Þá er stefnt að því að almennar bólusetningar hefjist um 4. janúar og yrði þá notast við bóluefni frá Pfizer og frá AstraZeneca. Íþróttahallir og fundarsalir yrðu notaðir til bólusetninga og áætlað að hægt verði að bólusetja tvær milljónir með fyrsta skammti fyrstu tvær vikurnar samkvæmt The Telegraph.

Bresk yfirvöld hafa nú þegar pantað hundrað milljónir skammta og er áætlað að afhendingu verði lokið í marsmánuði.


Tengdar fréttir

Bólu­setningar hefjast innan Evrópu­sam­bandsins

Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna.

Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer.

Bólu­efnið kom í lög­reglu­fylgd til Dan­merkur: „Til hamingju við öll“

Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×