Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 16:22 Töluverðar skemmdir urðu á byggingum nærri sprengingunni. Getty/Terry Wyatt Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í morgun varð mikil sprenging í borginni Nashville í Tennessee-ríki þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Minnst þrír slösuðust í sprengingunni og þá hefur fundist það sem talið er geta verið líkamsleifar nærri vettvangi. Viðskptamaðurinn Marcus Lemonis er einn þeirra sem hefur heitið verðlaunafé fyrir hvern þann sem getur bent á sökudólginn. „Ég vil gjarnan leggja fram 250 þúsund dollara í verðlaun til handa þeim sem getur gefið upplýsingar sem leitt geta til handtöku og dóms í málinu,“ skrifar Lemonis meðal annars í fræslu á Twitter þar sem hann birtir einnig myndir frá vettvangi. . @MNPDNashville @JohnCooper4Nash I would like to put up a $250,000 reward to anyone who provides information that leads to the arrest and conviction inside of your process, of the this Nashville incident. We can t have our streets terrorized like this. #horror pic.twitter.com/k9fNjRjklZ— Marcus Lemonis (@marcuslemonis) December 25, 2020 Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk. Boð um verðlaunafé tókust að berast í gær eftir að ferðaþjónustufyrirtækið Nashville Convention & Visitors Corp reið á vaðið og bauð fyrst 10 þúsund dollara í verðlaunafé, en hækkaði svo upphæðina í 35 þúsund dollara. Fleiri fyrirtæki fylgdu fordæminu í kjölfarið og buðu verðlaunafé. Bandaríkin Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun varð mikil sprenging í borginni Nashville í Tennessee-ríki þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Minnst þrír slösuðust í sprengingunni og þá hefur fundist það sem talið er geta verið líkamsleifar nærri vettvangi. Viðskptamaðurinn Marcus Lemonis er einn þeirra sem hefur heitið verðlaunafé fyrir hvern þann sem getur bent á sökudólginn. „Ég vil gjarnan leggja fram 250 þúsund dollara í verðlaun til handa þeim sem getur gefið upplýsingar sem leitt geta til handtöku og dóms í málinu,“ skrifar Lemonis meðal annars í fræslu á Twitter þar sem hann birtir einnig myndir frá vettvangi. . @MNPDNashville @JohnCooper4Nash I would like to put up a $250,000 reward to anyone who provides information that leads to the arrest and conviction inside of your process, of the this Nashville incident. We can t have our streets terrorized like this. #horror pic.twitter.com/k9fNjRjklZ— Marcus Lemonis (@marcuslemonis) December 25, 2020 Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk. Boð um verðlaunafé tókust að berast í gær eftir að ferðaþjónustufyrirtækið Nashville Convention & Visitors Corp reið á vaðið og bauð fyrst 10 þúsund dollara í verðlaunafé, en hækkaði svo upphæðina í 35 þúsund dollara. Fleiri fyrirtæki fylgdu fordæminu í kjölfarið og buðu verðlaunafé.
Bandaríkin Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira