Íslenski boltinn

Valur stofnar nýtt kvennalið fyrir yngri leikmenn félagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildar kvenna á síðasta tímabili.
Valur endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildar kvenna á síðasta tímabili. vísir/vilhelm

Ungar og efnilegar fótboltakonur í Val fá tækifæri til að spila með meistaraflokki undir merkjum KH frá og með næsta tímabili.

Valur hefur sett á laggirnar nýtt kvennalið, KH, Knattspyrnufélag Hlíðarenda, sem mun hefja keppni í 2. deild næsta sumar.

Þar munu ungir og efnilegir leikmenn Vals í 2. og 3. flokki fá tækifæri til að spila með meistaraflokki og öðlaðst þar með reynslu til að leika með liði Vals í framtíðinni.

Í tilkynningu frá Val kemur fram að ungir og efnilegir leikmenn félagsins fái fyrr tækifæri að reyna sig í meistaraflokki og náið samstarf verði milli Vals og KH og þjálfara liðanna.

Arnar Páll Garðarsson verður þjálfari KH og honum til halds og trausts verður Haraldur Hróðmarsson, yfirþjálfari Vals.

Nýtt kvennalið! Valur hefur sett á laggirnar nýtt kvennalið, Knattspyrnufélag Hlíðarenda, sem ætlað er fyrir efnilega...

Posted by Valur Fótbolti on Wednesday, December 23, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×