Arna Sif til liðs við Skotlandsmeistara Glasgow City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 21:00 Arna Sif í leik með Þór/KA sumarið 2020. Hún er nú á leið til Skotlands á láni. Vísir/Vilhelm Arna Sif Ásgrímsdóttir gekk í dag til liðs við Skotlandsmeistara Glasgow City á láni frá Þór/KA. Þessu greindi skoska félagið frá á samfélagsmiðlum sínum í dag. Hin 28 ára gamla Arna Sif er þar með á leið í atvinnumennsku í þriðja sinn en hún lék með Kopparbergs/Göteborg FC árið 2015 og svo Verona á Ítalíu árið 2017. Var hún fyrirliði Þórs/KA nú á liðnu tímabili er liðið endaði í sjöunda sæti Pepsi Max deildarinnar. Þá hefur Arna Sif einnig leikið með Val hér á landi. Samningurinn gildi út leiktíðina í Skotlandi sem á að ljúka í lok maímánaðar ef engar tafir verða vegna kórónufaraldursins. Glasgow City – sem sló Val út úr Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði – hefur orðið Skotlandsmeistari 13 ár í röð en það virðist sem liðið fái alvöru samkeppni í ár. Eftir sjö umferðir er Glasgow City í öðru sæti með 18 stig líkt og topplið Rangers. Þar sem síðarnefnda liðið vann toppslag liðanna í síðustu umferð 5-0 þá er Glasgow City með lakari markatölu og eflaust á Arna Sif að hjálpa til við að lappa upp á varnarleik liðsins. ICYMI | We announced the loan signing of @SifArna!— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) December 22, 2020 Sem stendur er hins vegar jólafrí í skosku úrvalsdeildinni en deildin hefst að nýju þann 17. janúar, þá spilar Arna Sif mögulega sinn fyrsta leik fyrir félagið er það mætir Celtic. Alls hefur Arna Sif leikið 212 leiki í efstu deild hér á landi og gert í þeim 39 mörk. Þá á hún að baki tólf A-landsleiki. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Hin 28 ára gamla Arna Sif er þar með á leið í atvinnumennsku í þriðja sinn en hún lék með Kopparbergs/Göteborg FC árið 2015 og svo Verona á Ítalíu árið 2017. Var hún fyrirliði Þórs/KA nú á liðnu tímabili er liðið endaði í sjöunda sæti Pepsi Max deildarinnar. Þá hefur Arna Sif einnig leikið með Val hér á landi. Samningurinn gildi út leiktíðina í Skotlandi sem á að ljúka í lok maímánaðar ef engar tafir verða vegna kórónufaraldursins. Glasgow City – sem sló Val út úr Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði – hefur orðið Skotlandsmeistari 13 ár í röð en það virðist sem liðið fái alvöru samkeppni í ár. Eftir sjö umferðir er Glasgow City í öðru sæti með 18 stig líkt og topplið Rangers. Þar sem síðarnefnda liðið vann toppslag liðanna í síðustu umferð 5-0 þá er Glasgow City með lakari markatölu og eflaust á Arna Sif að hjálpa til við að lappa upp á varnarleik liðsins. ICYMI | We announced the loan signing of @SifArna!— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) December 22, 2020 Sem stendur er hins vegar jólafrí í skosku úrvalsdeildinni en deildin hefst að nýju þann 17. janúar, þá spilar Arna Sif mögulega sinn fyrsta leik fyrir félagið er það mætir Celtic. Alls hefur Arna Sif leikið 212 leiki í efstu deild hér á landi og gert í þeim 39 mörk. Þá á hún að baki tólf A-landsleiki.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira