Biden fékk bóluefnið í beinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2020 21:04 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var bólusettur í daag. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. Biden heimsótti sjúkrahús í bænum Newark í Delaware-ríki þar sem hjúkrunarfræðingur að nafni Tabe Masa sprautaði bóluefni Pfizer og BioNTech í hægri handlegg hins verðandi forseta Vika er liðin frá því að bólusetningar á forgangshópum hófust í Bandaríkjunum en stutt er síðan Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna veitti neyðarleyfi svo að bólusetning með bóluefni Pfizer gæti hafist í Bandaríkjunum. Það fór vel á með þeim Masa og Biden á meðan sú fyrrnefnda undirbjó sprautuna sem er sú fyrri af tveimur sem þarf til að ná 95 prósent virkni gegn veirunni. Ekki hefur verið greint frá því hvenær síðari bólusetning Bidens fer fram. Myndavélarnar fylgdust grannt með þegar Biden var sprautaður en helstu sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum sýndu beint frá viðburðinum. „Ég er að gera þetta til þess að sýna fram á að Bandaríkjamenn eiga að vera reiðubúnir þegar tækifærið gefst að fá bóluefnið. Það er algjörlega óþarft að hafa áhyggjur,“ sagði Biden. WATCH: President-elect Biden receives coronavirus vaccine."I’m doing this to demonstrate that people should be prepared when it’s available to take the vaccine." pic.twitter.com/YBpcOE38O5— MSNBC (@MSNBC) December 21, 2020 Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í talsverðum vexti í Bandaríkjunum í vetur en alls hafa yfir 150 þúsund manns greinst með veiruna daglega undanfarna daga. Frá því í vor hafa 17,9 milljón tilfelli greinst í Bandaríkjunum og 318 þúsund hafa látist. Biden hefur sagt að það verði forgangsverkefni hans þegar hann tekur við embætti forseta að dreifa bóluefni til Bandaríkjamanna eins fljótt og auðið er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. 19. desember 2020 13:53 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. 17. desember 2020 06:33 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Sjá meira
Biden heimsótti sjúkrahús í bænum Newark í Delaware-ríki þar sem hjúkrunarfræðingur að nafni Tabe Masa sprautaði bóluefni Pfizer og BioNTech í hægri handlegg hins verðandi forseta Vika er liðin frá því að bólusetningar á forgangshópum hófust í Bandaríkjunum en stutt er síðan Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna veitti neyðarleyfi svo að bólusetning með bóluefni Pfizer gæti hafist í Bandaríkjunum. Það fór vel á með þeim Masa og Biden á meðan sú fyrrnefnda undirbjó sprautuna sem er sú fyrri af tveimur sem þarf til að ná 95 prósent virkni gegn veirunni. Ekki hefur verið greint frá því hvenær síðari bólusetning Bidens fer fram. Myndavélarnar fylgdust grannt með þegar Biden var sprautaður en helstu sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum sýndu beint frá viðburðinum. „Ég er að gera þetta til þess að sýna fram á að Bandaríkjamenn eiga að vera reiðubúnir þegar tækifærið gefst að fá bóluefnið. Það er algjörlega óþarft að hafa áhyggjur,“ sagði Biden. WATCH: President-elect Biden receives coronavirus vaccine."I’m doing this to demonstrate that people should be prepared when it’s available to take the vaccine." pic.twitter.com/YBpcOE38O5— MSNBC (@MSNBC) December 21, 2020 Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í talsverðum vexti í Bandaríkjunum í vetur en alls hafa yfir 150 þúsund manns greinst með veiruna daglega undanfarna daga. Frá því í vor hafa 17,9 milljón tilfelli greinst í Bandaríkjunum og 318 þúsund hafa látist. Biden hefur sagt að það verði forgangsverkefni hans þegar hann tekur við embætti forseta að dreifa bóluefni til Bandaríkjamanna eins fljótt og auðið er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. 19. desember 2020 13:53 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. 17. desember 2020 06:33 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Sjá meira
Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. 19. desember 2020 13:53
Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45
Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. 17. desember 2020 06:33